Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 36

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 36
36 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 ViðtAl að verða alvöru sérfræðingur á einhverju sviði lögfræðinnar. einu sinni taldi ég mig vera orðinn sérfræðing í verk- takarétti. Hafði flutt stórt mál um uppgjör á stóru verki. Lagðist í mikla rann- sóknarvinnu, las fræðirit og fræðigreinar, kynnti mér dóma og var bara ansi ánægður með mig. Ég sá fyrir mér bjarta framtíð á þessu réttarsviði. eina vanda- málið var að ekkert mál á þessu sviði rataði til mín næstu tíu árin. Sérfræðin mikla féll því í gleymskunnar dá. Þórunn: Ég ákvað líka að sérhæfa mig. Ég var að vinna fyrir fullt af sjúkrahúsum úti á landi. Svo fóru þau öll undir ríkið og þar með fékk sá praxís hægt andlát. Hrunið og réttarkerfið Nú eru margir með réttarstöðu grunaðra í kjölfar hrunsins, í rannsókn sem tekur langan tíma. Kerfi sem var sett til að tryggja þeim rétt er farið að snúast upp í andhverfu sína þannig að menn, sem erum með réttarstöðu grunaðra, eru nánast eins og með dóm á sér í þrjú til fjögur ár eða þangað til ákvörðun hefur verið tekin um hvort þeir verða ákærðir eða ekki. Hvað finnst ykkur um þetta? Jón Steinar: Það er sjálfsagt að þeir sem brjóta af sér með refsiverðum hætti séu dregnir til ábyrgðar. Það er liður í okkar siðmenntaða samfélagi að það sé gert. en um leið er það þýðingarmikið að maðurinn hafi fengið að njóta allra réttinda sem hann á að njóta á meðan málsmeðferð stendur. Það er eins og sumir haldi það að sé hægt að beita manninn hörðu í leiðinni sé það til bóta. almenningur á Íslandi heimtar blóð. menn verða hins vegar að skilja að njóti sakaðir menn ekki alls þess réttar sem þeim ber er það þjóðfélaginu til minnkunar. Ragnar: Það er vonlaust fyrir verjendur þessara manna að vinna sjálfir að því að koma upplýsingum til almennings og því verðum við að hafa sterkt lögmannafélag. Þetta hefur LmFÍ ekki verið nógu nærri duglegt að gera. Gestur: Sú hugsun að bregðast við sérstöku áfalli í samfélaginu með því að gera breytingar á réttarkerfinu felur í mínum huga í sér mikla hættu. aldrei er mikilvægara að standa fast á grund- vallarreglunum en þegar á móti blæs. að setja upp sérstakt saksóknara embætti til þess að leita að glæpa mönnum, breyta yfirheyrsluaðferðum og vinnu- brögðum, ég hef áhyggjur af því. Krafan um svokallaðan árangur skapar hættu- lega pressu á þá sem eru í forsvari fyrir þetta embætti. Þórunn: rannsóknaraðgerðir sér- staks saksóknara eru nánast í beinni útsendingu, það er allt strax komið inn á netmiðlana og fjölmiðlar eru komnir með refsivald. Ragnar: Óhjákvæmilegt er að leita sannleikans um orsakir bankahrunsins. er hægt að komast að sannleikanum með einhverju öðru móti en opinberri rannsókn? Hvert barn getur séð hvað var að gerast hérna árin 2006-2007. Verði á hlutabréfum bankanna var haldið uppi og þeir menn sem að því stóðu eru þegar búnir að bera sig saman hafi þeir ætlað að gera það á annað borð. Sönnunargögnin eru í skriflegum gögnum. Jón Steinar: Umfjöllun fjölmiða um dómsmál hefur gjörbreyst. Ég man þegar það var einn útvarpsþáttur á viku þar sem hæstaréttarritari sagði frá einu dómsmáli hvert sinn. núna eru fjölmiðlar uppfullir af frásögnum af dómsmálum dag eftir dag og starfandi lögmenn mættu oft vera duglegri við að leiðrétta það sem kemur fram. Ég skrifaði til dæmis oft af slíku tilefni stutta greinarstúfa í blöðin þegar ég var í lögmennsku og almenningur les slíkar greinar. Gestur: Ég er sammála þessu. Það er ljóður á okkar ráði hversu tregir f.v. ingimar ingason, ása Ólafsdóttir, Þórunn guðmundsdóttir, gestur jónsson og Hákon árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.