Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 34

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 34
34 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 ViðtAl vinnubrögð í sakamálum þannig að það var enginn fulltrúi ákæruvalds, bara verjandinn með skriflega vörn á móti dómaranum sem flutti málið á móti honum. auðvitað vissum við að stundum var búið að semja dóminn þegar við mættum í réttarsal og að skrifað var undir hann um leið og við gengum út. Í einkamálunum voru stefnur og greinargerðir afar stuttar. Sá sem átti þátt í að lengja þau skjöl var Jón Steinar og ég spurði hann að því fyrir nokkrum áratugum af hverju hann skrifaði svo langar stefnur og greinargerðir. Hann sagðist gera þetta vegna þess að héraðsdómararnir hefðu ekki getu til að fylgja hinum munnlega málflutningi og það yrði að tryggja að málsástæður og önnur sjónarmið kæmust að með því að hafa þau skrifleg. Því miður hafði hann rétt fyrir sér. málin voru tekin fyrir á reglulegu bæjarþingi á þriðjudögum og fimmtudögum og sjó- og verslunar- dómar voru annan hver föstudag. Síðan voru málin rekin þar árum saman á fjögurra vikna fresti og alltaf varð maður að passa upp á að mæta eða láta mæta fyrir sig. Jón Steinar: auk þess þurfti maður alltaf að vera að rifja málið upp. Ragnar: auðvitað var enginn tæknibúnaður í dómsölum og það kom fyrir að dómari neitaði að bóka rétt sem kallað er. Hann hafði komist að einhverri niðurstöðu í huganum og gat ekki bókað allt sem fram hafði komið þar sem það fór gegn hugmyndum hans um málið. Ég lenti oft í erfiðleikum með slíkt. Svo hjálpuðu dómarar stundum vitnunum að svara þegar lögmaðurinn var að reyna fá þau til að viðurkenna það sem hann vildi. Þá átti dómarinn til að segja: „nú skulum við byrja upp á nýtt og nú skal ég spyrja.“ Svo fóru þau svör í bókina. Jón Steinar: Ég fékk á tilfinninguna að dómarar væru alltaf að verja vitnin fyrir lögmanninum. ef þú þurftir að elta vitnið uppi og vera óþægilegur við það til að afhjúpa ósannsögli sem þú taldir hugsanlega vera á ferðinni steig dómarinn oft inn og eyðilagði yfirheyrslurnar. meiri samkeppni en vinátta Hvað með samskipti milli lögmanna, hafa þau breyst mikið? Gestur: Það var miklu meiri samgangur og persónulegri tengsl milli lögmanna hér áður fyrr enda hefur lögmennskan færst úr því að vera viðfangsefni tiltölulega fárra yfir í að vera allstór atvinnugrein. Samkeppni er miklu betri lýsing á samskiptum lögmanna í dag heldur en vinátta. Þessu var áður öfugt farið. Í siðareglum lögmanna eru reglur um samskipti lögmanna innbyrðis og reglur um skyldur lögmanns gagnvart skjólstæðingi. Fyrstu árin sem ég þurfti að vinna með siðareglurnar reyndi mikið á reglurnar um samskipti lögmanna innbyrðis. Síðustu ár mín í úrskurðarnefndinni var slíkt undantekning en kjarninn orðinn skyldur lögmanns gagnvart skjólstæðingi. Jón Steinar: Þetta er rétt og þessi breyting er heilbrigð. auðvitað er skylda lögmanns fyrst og fremst við skjól- stæðinginn. Það má aldrei vera þess háttar samband milli starfandi lögmanna að þeir taki það fram yfir skylduna til að gæta hagsmuna eða réttinda um- bjóðenda sinna. Hins vegar er pínulítill missir af þessum mánaðarlega viðburði sem yfirfærsla í Hæstarétti var en þá voru tekin fyrir þau mál sem átti að þingfesta og einnig þau sem ekki hafði verið frestað til málflutnings. Þar komu lögmenn saman og ég reyndi alltaf að mæta því mér fannst gaman að því að hitta hina í vingjarnlegu andrúmslofti. Ragnar: Lögmenn og dómarar drukku saman kaffi á kaffistofu héraðs- dóms niðri á Túngötu og líka á Smiðjustígnum. Þar kynntist maður öllum nýjum dómurum og lögmönnum. Þetta hvarf þegar dómurinn flutti á Lækjartorg. Áður gat ég samið við alla ingimar ingason. Þórunn guðmundsdóttir og gestur jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.