Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 47

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 47
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 47 lMfÍ 100 ÁrA ÞYrla uPP úr BotNiNum sigurður Ólason og ágúst fjeldsted Sigurður Ólason fór gjarnan út og suður í málatilbúnaði sínum fyrir dómstólum í þeirri vissu að það væri aldrei að vita hvaða flugu dómari tæki; -Í stað þess að henda út einni og einni flugu þá er nær að þyrla upp úr öllu fluguboxinu, sagði hann. f.v.: svala thorlacius, kristín edwald, Hjördís e. Harðardóttir, inga Þöll Þórgnýsdóttir og sif konráðsdóttir. félag kvenna í lögmennsku Haustið 2003 var stofnaður undir- búningshópur til stofnunar sérstaks félags kvenna í lögmennsku. Í hópnum voru tíu konur sem áttu það sameiginlegt að finnast konur ekki nógu sýnilegar og virkar innan LmFÍ og umræðan um lögmannsstarfið vera á þeim nótum að það væri ekki nógu aðgengilegt fyrir ungar konur. Þann 4. mars 2004 var Félag kvenna í lögmennsku stofnað af 70 félagskonum LmFÍ, helmingi kvenna í félaginu. Tilgangur FKL var að efla samstarf og styrkja stöðu kvenna í lögmannastéttinni sem og að auka áhrif og þátttöku þeirra í lögmennsku. ennfremur hugðist félagið gera konur í lögmannastéttinni sýnilegri, halda uppi umræðu og standa vörð um málefni og hagsmuni kvenna í stéttinni. Í fyrstu stjórn FKL voru kjörnar Sif Konráðsdóttir hrl., formaður, Helga melkorka Óttarsdóttir hdl., Kristín edwald hdl., margrét einarsdóttir hdl. og Svala Thorlacius hrl. Varamenn voru Hjördís Harðardóttir hdl. og inga Þöll Þórgnýsdóttir hdl. Á stofnfundinum var guðrún erlends dóttir hæstaréttar dómari kjörin heiðursfélagi en hún starfaði sem lögmaður 1961-1976. Frá upphafi hefur FKL staðið fyrir ýmsum viðburðum. Fastur liður er árlegur fundur með félögum kvenna í öðrum starfsgreinum en félagið hefur einnig staðið fyrir gönguferðum, fundum og ráðstefnum, sjósundi og keilu svo fátt eitt sé nefnt.50 frumskYlda lögmaNNsiNs „Sækjandi og verjandi í sakamáli vinna báðir að því að efla rétt og hrinda órétti. Sama gildir um lögmenn stefnanda og stefnda í einkamáli. Þótt kröfur og röksemdir gangi í gagnstæðar áttir vinna þessir aðilar sameiginlega að því að úrlausn þrætunnar fáist á forsendum réttarríkisins. Lögmaður sem gætir hagmuna skjólstæðings síns af trúmennsku þjónar réttarríkinu. Í því felst frumskylda lögmannsins.“ Gestur Jónsson hrl. í Lögmannablaðinu 2009.55 LMFÍ 50 ára í tilefni 50 ára afmælis félagsins árið 1961 efndi það til mikillar veislu í sjálfstæðishúsinu við austurvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.