Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 44

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 44
44 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 lMfÍ 100 ÁrA Í tilefni 90 ára afmælis LmFÍ var haldið veglegt afmælishóf þar sem á fjórða hundrað gestir mættu. Tólf fyrrverandi formenn félagsins voru sæmdir gullmerki auk Jóns Thors, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu sem fékk merkið fyrir áralangt samstarf sem tengiliður félagsins við ráðuneytið. neðri röð f.v.: Þorsteinn Júlíusson, Jóhann H. níelsson, guðmundur ingvi Sigurðsson, Jón Steinar gunnlaugsson og Helgi V. Jónsson. efri röð f.v.: Jón Thors, Þórunn guðmundsdóttir, Sigurmar K. albertsson, gestur Jónsson, Jakob r. möller, Hákon Árnason og ragnar aðalsteinsson. Á myndina vantar Svein Snorrason.40 Brot úr sögu félags tólf sæmdir gullmerki á 90 ára afmæli lmfí Fundir málflutningsmannafélags Íslands voru til að byrja með haldnir í sam- komusölum í bænum og var stofnfund- urinn t.a.m. haldinn á Hótel reykjavík. Stjórnarfundir voru yfirleitt haldnir á skrifstofu formanns, stjórnarmanns eða á heimili einhvers þeirra en fyrst var farið að ræða um að finna félaginu fastan samastað á stjórnarfundi 1937. Lögmenn ræddu um sérstakt lög- mannahús þar sem félagið hefði aðsetur og starfandi lögmenn gætu einnig haft skrifstofur. Í fyrsta hefti blaðs lögmanna 1963 var þessari hugmynd varpað fram enn á ný og sá greinarhöfundur, Þorvaldur ari arason, fyrir sér að þar gætu verið traustar skjalageymslur, sameiginleg símaþjónusta, vél- og fjölritun sem og ljósmyndun. Á síðari hluta 6. áratugarins fékk Lögmannafélagið afnot af skrifstofu að garðastræti 17, reykjavík en árið 1965 var keypt húsnæði undir starfsemina að Óðinsgötu 4. Skrifstofa félagsins var þar til húsa til ársins 1981 er núverandi húsnæði að Álftamýri 9 var keypt. Til að byrja með var félagið með starfsemi sína á fyrstu hæð en leigði aðra hæð út. Fljótlega var kjallarinn innréttaður undir félagsstarfsemi og minni fundi. Um miðjan tíunda áratuginn var farið í endurbætur á húsnæðinu og skrifstofan flutt á aðra hæð og sérstakur kennslusalur innréttaður á neðri hæð.45 framliðNir á skiPtafuNdi Þegar einar Gautur Steingrímsson var nýorðinn lögmaður fékk hann þann starfa að gæta hagsmuna manns við skipti dánarbús foreldra hans en miklar deilur höfðu verið milli afkomenda um margra ára skeið. Í fjölskyldunni voru þekktir miðlar og svo bar við að það þurfti að taka tillit til jafnt lifenda sem dauðra við dánarbússkiptin. er sagt að þegar einar Gautur hafi verið orðinn þreyttur á karpi systkinanna á skiptafundi þá hafi hann brugðið sér í næsta herbergi til að ræða við framliðna ættingja og þannig tekist að klára málið. Sagt er að annar lögmaður, sem hafði verið að funda með einum erfingjanna, hafi þurft að bíða eftir öðrum fundarmanni sem var látinn. Hann mætti kl. 15:00 og þá hófst fundurinn. draumur um lögmannahús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.