Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 29
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 29
lMfÍ 100 ÁrA
.
stjórnir
Á stofnfundi málflutningsmannafélags
Íslands voru þrír menn kosnir í stjórn
félagsins; eggert Claessen, Sveinn
björnsson og Oddur gíslason en þeir
skiptu með sér störfum á fyrsta stjórnar-
fundi félagsins 22. janúar 1912. Varð
eggert formaður, Oddur gjaldkeri og
Sveinn ritari. Fram til ársins 1958 skipuðu
þrír menn stjórn félagsins en þá var
þeim fjölgað í fimm og hefur svo haldist
síðan.23
formenn lmfí frá upphafi
1911-1918 eggert Claessen
1918-1920 Sveinn björnsson
1920-1921 Jón Ásbjörnsson
1921-1922 eggert Claessen
1922-1926 Jón Ásbjörnsson
1926-1930 Pétur magnússon
1930-1936 guðmundur Ólafsson
1936-1939 Theodór b. Líndal
1939-1940 eggert Claessen,
1940-1941 einar b. guðmundsson
1941-1943 magnús Thorlacius
1943-1944 Kristján guðlaugsson
einu sinni var Sigurður Georgsson í
golfferð ásamt félögum sínum úr
lögmannastétt og var kenndur. Við þær
aðstæður spilaði Sigurður ákaflega hægt
og bresk hjón, sem voru í hollinu á eftir
honum, voru orðin arfavitlaus. Að loknum
hring kom karlinn stormandi og hellti sig
yfir Sigurð með látum og svívirðingum.
Sigurður leit rólega á hann og sagði: -it
is not my fault that your wife is ugly.
Maðurinn þagnaði og sást ekki meira.
lmfí 40 ára: Holl, HeilBrigð og HvetjaNdi áHrif
1944-1946 magnús Thorlacius
1946-1947 einar b. guðmundsson
1947-1960 Lárus Jóhannesson
1960-1966 Ágúst Fjeldsted
1966-1970 Jón n. Sigurðsson
1970-1971 guðmundur ingvi Sigurðsson
1971-1973 benedikt blöndal
1973-1976 Páll S. Pálsson
1976-1979 guðjón Steingrímsson
1979-1981 Þorsteinn Júlíusson
1981-1982 Helgi V. Jónsson
1982-1983 Jóhann H. níelsson
1983-1986 Jón Steinar gunnlaugsson
1986-1988 Sveinn Snorrason
1988-1989 Hákon Árnason
1989-1992 gestur Jónsson
1992-1995 ragnar aðalsteinsson
1995-1997 Þórunn guðmundsdóttir
1997-1998 Sigurmar K. albertsson
1998-2000 Jakob r. möller
2000-2002 Ásgeir Thoroddsen
2002-2005 gunnar Jónsson
2005-2008 Helgi Jóhannesson
2008-2010 Lárentsínus Kristjánsson
2010-2012 brynjar níelsson.24
Not mY fault
„Þegar litið er um öxl yfir 40 ára starfsævi félagsins, verður ekki annað sagt, en að það hafi unnið félagsmönnum mikið gagn. Það
hefur alla tíð, eftir föngum, verið málsvari stéttarinnar út á við, enda staðið sterkar að vígi í þeim efnum eftir að það fékk löggildingu,
samkvæmt 63.gr. l. nr. 85/1936, en löggildingu fékk félagið með bréfi dómsmálaráðuneytisins, dags. 21. janúar 1937. Það hefur
orðið mjög til að efla og styrkja persónulegan kunningsskap meðal félagsmanna, sem aftur hefur leitt af sér betra og einlægara
samstarf með félagsmönnum við framkvæmd skyldustarfa þeirra. Það hefur staðið að margvíslegri fræðslustarfsemi fyrir félagsmenn
með erinda- og fyrirlestraflutningum um mörg merk málefni ... oft leiðbeint félagsmönnum í starfi þeirra og stundum skorið úr
deilum milli félagsmanna um ákveðin atriði varðandi starf þeirra. Loks hefur það með starfi sínu haft holl og heilbrigð og hvetjandi
áhrif á félagsmenn um að inna jafnan starfsskyldur sínar svo vel af hendi sem efni stæðu frekast til.“
Gunnar Þorsteinsson hrl. í tilefni 40 ára afmæli LMFÍ 1951.22
stjórn lmfí 20072008 ásamt framkvæmdastjóra. f.v. jóhannes B. Björnsson meðstjórnandi,
ástríður gísladóttir gjaldkeri, ingimar ingason framkvæmdastjóri, Helgi jóhannesson
formaður, lárentsínus kristjánsson varaformaður og Hjördís Halldórsdóttir ritari.
geNgið iNN grettisgötumegiN
Margar sögur hafa lifað meðal lög-
mannastéttarinnar af Jóni e. Ragnarssyni
lögmanni sem féll frá árið 1983 aðeins
47 ára gamall. Þegar Jóhannes Páll var
kjörinn páfi árið 1978 þótti Jóni rétt að
árna honum heilla og sendi honum
eftirfarandi skeyti:
Jóhannes Páll páfi
Páfagarði
Óska þér til hamingju með kjörið.
Jón e. Ragnarsson
Frakkastíg 12, gengið inn
Grettisgötumegin.