Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 68

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 68
68 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 lMfÍ 100 ÁrA Brot úr sögu félags stjórn lmfí árið 1979­1980. f.v.: Helgi v. jónsson meðstjórnandi, jónas a. aðalsteinsson varaformaður, Þorsteinn júlíusson formaður, stefán Pálsson ritari og skarphéðinn Þórisson gjaldkeri. laganefnd Laganefnd var kosin í fyrsta skipti á aðalfundi árið 1979 en hlutverk hennar var að fylgjast með lögum, lagafram- kvæmd og lagafrumvörpum og gefa stjórn félagsins ábendingar og tillögur til umsagna um þau. Í fyrstu laganefndina voru skipaðir þeir benedikt blöndal, guðmundur ingvi Sigurðsson, Jón Finnsson, Páll arnór Pálsson og baldur guðlaugsson.74 kjaranefnd Hlutverk kjaranefndar, sem stofnuð var á aðalfundi árið 1979, var að vinna að bættum hag félagsmanna og gera tillögur til stjórnar um málefni sem vörðuðu kjör þeirra, s.s. launa-, markaðs-, trygg- inga-, skatta - orlofs- og menntunar mál. Í nefndina voru í upphafi skipaðir þeir Jón e. ragnarsson, ragnar aðalsteinsson, brynjólfur Kjartansson, Jón Steinar gunnlaugsson og gestur Jónsson.75 styrktarsjóður lögmanna Snemma komu upp hugmyndir um að stofna sérstakan styrktarsjóð lögmanna og aðstandenda þeirra. Var það gert árið 1931 en tilgangur sjóðsins var að styrkja málflutningsmenn sem verið höfðu félagsmenn eða fjölskyldur þeirra til að bæta úr alls konar fjárhags- vandræðum og vegna náms eða annars undirbúnings unglinga undir lífsstarfið. Fyrstu styrkirnir voru greiddir úr sjóðnum vorið 1940. með lögum um málflytjendur nr. 61/1942 voru tekjur sjóðsins ákvarðaðar sektir sem stjórn lögmannafélagsins gat skikkað lögmenn til að greiða fyrir framferði í starfi og væri stéttinni ósamboðið. Sjóðurinn varð aldrei öflugur en síðast var veittur styrkur úr honum árið 1995. Þá var ekkju látins félagsmanns veittur styrkur en þar sem sjóðurinn var tómur varð að færa fjármuni úr félagssjóði í þessu skyni. Sjóðurinn var formlega lagður niður árið 1998 þegar nýjar samþykktir voru gerðar fyrir félagið.76 lagasafn jóns e. ragnarssonar Jón e. ragnarsson gaf Lögmanna félaginu allt lagabókasafn sitt eftir sinn dag en meðal gersema er Lagasafnið þar sem búið er að skera út úr blaðsíðum til að koma fyrir pela. gjaldskrárnefnd eitt af fyrstu verkefnum málflutnings- manna félagsins var að setja lágmarks- gjaldskrá fyrir félags menn sína en næstu áratugi var umræða um hana áberandi á fundum. Sérstök gjaldskrárnefnd starfaði lengi innan félagsins en hún hafði það hlutverk að fjalla um og gera tillögur um breytingar á gjaldskrá en úrskurðar vald um mál flutnings þóknun var hjá stjórn félagsins. Lögmannafélagið hætti að vera vett vangur formlegs samráðs lögmanna þegar talið var að það væri andstætt samkeppnislögum árið 1994. gjald skrár nefnd var eina nefndin sem starfaði samkvæmt samþykktum félagsins þar til aðalfundur samþykkti að stofna laganefnd og kjaranefnd árið 1979.73

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.