Gripla - 20.12.2012, Síða 9
Gripla XXIII (2012): 7–52.
ÁRnI HeIMIR InGóLfsson
fIMM „ÜtLenDskeR tonAR“
í RAsk 981
í ÁrnasaFni í kaupmannahöfn er handrit sem var í eigu danska mál-
fræðingsins Rasmusar Rask á fyrri hluta 19. aldar og ber safnmarkið Rask
98. Það lætur lítið yfir sér, nótnaskriftin er einföld og brotið smátt. Þó er
Rask 98 eitt merkasta íslenska söngvasafn sem varðveist hefur frá fyrri tíð.
Það hefur að geyma 223 lög, fleiri en flest önnur handrit sinnar tegundar,
og mörg þeirra er aðeins að finna í þessari einu heimild. Hefði Rask 98
lent í glatkistunni eins og ótal önnur sönghandrit væri vitneskja okkar um
íslenska tónmenningu fyrri alda miklum mun fátæklegri.
Rask 98 er ritað á 17. öld, varla síðar en um 1670 að mati jóns Helga-
sonar.2 Það er 95 blöð í grallarabroti (10.8 x 16.1 cm) og ber eftirfar-
andi yfirskrift á titilsíðu: „MeLoDIA. nockrer Ütlendsker tonar med
jislendskum skälldskap, og marger af þeim nitsamleiger til andlegrar
skiemtunar.“ yfirskriftin á sér ekki hliðstæðu og vísar beint til sérstöðu
handritsins. Með slíkri nafngift gefur skrifarinn í skyn að lögin sjálf,
meló díurnar, séu í forgrunni en ekki textarnir eins og venja er. í Melódíu
eru nær undantekningarlaust aðeins upphafserindi laganna rituð undir
nóturnar og því hefur bókin allt annað yfirbragð en hefðbundin sálmakver
þar sem fjöldi erinda fylgir hverju lagi. um uppruna handritsins og skrifara
þess er flest á huldu og verður ekki farið nánar í tilgátur þess efnis hér.3
1 Rannsóknin sem grein þessi er byggð á var styrkt af Rannsóknasjóði íslands á árunum
2005–2007 („Rask 98 (Melódía). íslenskt tónlistarhandrit frá 17. öld“) og af fulbright
stofnuninni haustið 2010. Reynir Axelsson þýddi söngtexta sem fylgja greininni og eru
honum færðar bestu þakkir fyrir. Þá er ég einnig þakklátur þeim jóni eiríkssyni, bókaverði
í kaupmannahöfn, kára Bjarnasyni, sem veitti upplýsingar um handrit með sálmi jóns
Þorsteinssonar sem fjallað er um í greininni, og Raymond Dittrich hjá Bischöfliche
Zentralbibliothek í Regensburg, sem útvegaði mér myndir af handriti í eigu safnsins.
2 jón Helgason, Íslenzk fornkvæði 4, editiones Arnamagnæanæ B:13 (kaupmannahöfn: Munks-
gaard, 1963), xxvi.
3 sjá jón Helgason, sama rit, xxvi–xxix; jón Þorkelsson, Om digtningen på Island i det 15. og
16. århundrede (kaupmannahöfn: Høst, 1888) [hér eftir ODPI], 456; Bjarni Þorsteinsson,
Íslenzk þjóðlög (kaupmannahöfn: s.L. Møller, 1906–1910) [hér eftir ÍÞ], 207.