Gripla - 20.12.2012, Side 10
GRIPLA8
skoðanir voru lengi skiptar um það að hve miklu leyti lögin í Melódíu
væru „útlenskir tónar“. sr. Bjarni Þorsteinsson birti nær öll lögin úr
Melódíu í þjóðlagasafni sínu, sem gefið var út á árunum 1906–1909, og
hélt því fram að megnið af efni handritsins væri innlend lagsmíði:
Á fremstu blaðsíðu handritsins stendur að vísu: Nokkrir útlenzkir
tónar með íslenzkum skáldskap; en ekki legg jeg svo mikla áherzlu á
þetta, að mjer detti í hug að ætla, að öll lögin í bókinni sjeu útlend,
heldur er það ætlun mín, að mikill hluti laganna sje innlend lög; og
þau lög, sem ef til vill hafa getað talizt útlend, þegar handritið var
skrifað, eru orðin innlend nú, bæði af því þau hafa dvalið vor á meðal
undir 300 ár, eða lengri tíma, og af því þau hafa ekki fundist nú í
útlendum bókum; þau verða að minnsta kosti talin innlend, þangað
til annað sannast um uppruna þeirra.4
í útgáfu sinni á Íslenzkum fornkvæðum mælti jón Helgason þessu í mót og
sagði tilraun sr. Bjarna til að sýna fram á innlendan uppruna laganna vera
„uden holdbar begrundelse“.5 Að minnsta kosti er ljóst að stór hluti laganna
í handritinu er sprottinn af erlendri rót, þótt örðugt geti verið að hafa upp
á fyrirmyndum þeirra. í Melódíu standa nær öll lögin við íslenska texta og
hvorki er getið um tónskáld né erlent heiti.6 Því er fátt að styðjast við nema
tónræna eiginleika laganna sjálfra, þótt efni eða bragarháttur kvæðanna geti
gefið vísbendingu um hvar skuli leita.
Á síðustu áratugum hafa fræðimenn borið kennsl á allmörg lög úr
Melódíu í erlendum heimildum og þannig stutt áreiðanleika yfirskriftarinnar
í handritinu. Árið 1968 benti jón Helgason á að þrír sekvensar úr Melódíu
væru upprunnir úr kaþólskum kirkjusöng, og ári síðar rakti Róbert A.
ottósson tvísönginn Heyr þú oss himnum á til sanctus-lags frá meginlandi
evrópu.7 fyrir nokkrum árum rakti höfundur þessarar greinar annað tví-
söngslag sem meðal annars stendur í Melódíu, Ó Jesú sjálfs Guðs son, til
4 ÍÞ, 206–207.
5 jón Helgason, Íslenzk fornkvæði 4, xxvi.
6 í Rask 98 eru 210 lög við íslenska texta. ellefu lög eru á latínu, eitt á dönsku og eitt án
texta.
7 erik eggen, The Sequences of the Archbishopric of Nidarós, Bibliotheca Arnamagnæana 21–
22 (kaupmannahöfn: Munksgaard, 1968), liv; Róbert Abraham ottósson, „ein føgur
saung vijsa... ,“ Afmælisrit Jóns Helgasonar, 30. júní 1969, ritstj. jakob Benediktsson et al.
(Reykjavík: Heimskringla, 1969), 251–259.