Gripla - 20.12.2012, Síða 11
9
spænsks pílagrímasöngs frá 14. öld, Laudemus virginem.8 Hér verður gerð
grein fyrir erlendum uppruna fimm laga til viðbótar: Súsanna, sannan Guðs
dóm, Úr djúpum mjög, Patientia er sögð urt, Vera mátt góður og Vígð náttin.
1. franskt súsönnukvæði frá 16. öld
fyrri hluti 16. aldar var tími gagngerra breytinga hvað varðaði prentun og
dreifingu tónlistar. framfarir í nótnaprenti gerðu það að verkum að ódýrar
prentaðar söngbækur dreifðust um álfuna hraðar en áður. nýr markaður
fyrir slík rit hafði áhrif á listsköpunina sjálfa; nú kepptust tónskáld við
að semja smærri tónverk af veraldlegum toga sem auðvelt væri að syngja
í góðra vina hópi. Þannig var lagður grunnur að smáformum sem nutu
vinsælda víða um álfuna þótt með ólíku sniði væru – madrígali á ítalíu og
englandi, chanson í frakklandi og Tenorlied í Þýskalandi.
Dæmigerður franskur chanson er saminn fyrir fjórar raddir og tónlistin
er hómófónísk, auðsungin og lítt til vandræða minna menntuðum söngv-
urum. Þótt gróskan hafi verið mest á sviði veraldlegrar tónlistar, ekki síst
að frumkvæði forleggjarans Pierre Attaingnant í París, létu kirkjunnar
menn ekki sitt eftir liggja. frönsk kirkjuyfirvöld hvöttu tónskáld til þess
að semja sambærileg lög við andlega texta í von um að alþýðan legði til
hliðar veraldlegu söngheftin sem tröllriðu markaðnum og tæki í staðinn
upp háleitara efni.9
fyrstu trúarlegu söngvarnir af þessum toga, chansons spirituelles, birtust
í söngheftum um 1540. textarnir voru oftast byggðir á Davíðssálmum og í
prentuðum bókum stóðu andlegu söngvarnir í bland við veraldleg lög. Árið
1548 gáfu bræðurnir Godefroy og Marcelin Beringen út bók sem markaði
tímamót þar sem hún hafði einungis að geyma lög við trúarlega franska texta
sem aukinheldur voru frumortir en ekki saltaraþýðingar: Premier livre de
chansons spirituelles, nouvellement composées par Guillaume Gueroult, & mises en
musique par Didier Lupi Second. útgáfan var ætluð til heimabrúks, til að hvetja
franska mótmælendur til góðra verka og til að hugleiða orð Drottins.
8 Árni Heimir Ingólfsson, „íslenskt tvísöngslag og Maríusöngur frá Montserrat,“ Gripla 15
(2004): 195–208.
9 Marc Honegger, „Les chansons spirituelles de Didier Lupi et les débuts de la musique
protestante en france au XvIe siècle,“ 1 (Doktorsritgerð, faculté des Lettres et sciences
Humaines de Paris, 1970, útg. 1971), 29; frank Dobbins, Music in Renaissance Lyons,
oxford Monographs on Music (oxford: Clarendon Press, 1992), 45–46.
fIMM „ÜtLenDskeR tonAR“ í RAsk 98