Gripla - 20.12.2012, Síða 13
11
sem þessi og skipti engu hvar þau stóðu í trúardeilum samtímans: mótmæl-
endur og kaþólikkar, Lúthersmenn og kalvínistar, allir vildu Súsönnu
kveðið hafa. um 40 tónsetningar á kvæði Guéroults eru varðveittar eftir 30
tónskáld, og flest nota þau tenórrödd Lupis sem útgangspunkt.12 Iðulega
ná tónsmíðaafrekin langt út fyrir það sem látlaus tónsetning Lupis virðist
gefa tilefni til. orlando di Lasso setti lagið út fyrir fimm raddir árið 1560
og samdi að auki um það messu; Claude le jeune gerði sjö radda útgáfu
þar sem tenórinn hljómar bæði í upprunalegri gerð og í spegilkanón þar
sem öllum tónbilum lagsins er snúið á hvolf. William Byrd var einn fárra
sem ekki fékk lagið að láni heldur samdi upp á eigin spýtur tvö tónverk við
enska þýðingu textans, Susanna fair. kenneth Levy telur að raddsetning
Lupis, sem var prentuð að minnsta kosti fimm sinnum frá 1548 til 1571,
hafi verið kunn hverju einasta atvinnutónskáldi þess tíma í frakklandi
og Hollandi. Það er hins vegar ekki fyrr en um miðja 17. öld, eftir ríflega
hundrað ára sigurgöngu, að fenna tekur í spor Súsönnu og söngvar hennar
hverfa úr handritum og prentuðum bókum.
kvæði Guéroults er svonefnt dixain eða tíu vísuorð. efnið er sótt í
apokrýfa frásögn biblíunnar af hinni forkunnarfögru súsönnu og tveimur
dómurum sem ranglega bera hana sökum um hjúskaparbrot. frásögnin
stendur í grískri gerð Daníelsbókar og er talin rituð á 3. eða 2. öld f. kr., en
kvæðið er þannig:13
12 um lagið og viðtökur þess sjá kenneth jay Levy, „‘susanne un jour’: the History of a 16th
Century Chanson,“ Annales musicologiques 1 (1953): 375–408; sjá einnig Honegger, „Les
chansons spirituelles de Didier Lupi,“ 1, 100–101.
13 Apokrýfar bækur gamla testamentisins, þýð. Árni Bergur sigurbjörnsson et al. (Reykjavík: Hið
íslenska Biblíufélag, 1994), 337, 345–349.
fIMM „ÜtLenDskeR tonAR“ í RAsk 98
susanne un jour d’Amour solicitée,
Par deux viellards convoitans sa beauté,
fut en son cueur triste et desconfortée
Voyant l’effort fait à sa chasteté.
De ce corps mien vous avez jouissance
elle leur dit: si par desloyaulté
C’est fait de moy; si je fay resistance
vous me ferez mourir en deshonneur.
Mais j’aime mieux périr en innocence,
Que d’offenser par péche le Seigneur.
er súsanna var dag nokkurn dekstruð til ásta
af tveimur öldungum sem girntust fegurð hennar,
varð hún döpur og miður sín í hjarta
af að sjá þessa atlögu að skírlífi sínu.
Hún sagði við þá: ef þið með svikráðum
náið að njóta þessa líkama míns,
þá er úti um mig; ef ég veiti mótspyrnu,
þá látið þig mig deyja í vansæmd.
en ég kýs heldur að farast saklaus
en að misbjóða Drottni með synd.