Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 14
GRIPLA12
í Rask 98 hljóðar textinn svo:14
susanna sannann Guds döm reinder þu þa
er hann i neydinne þier stöd i hia
og sende ut sinn trulinda þion Daniel
sakleisi þitt so ad hann birti vel
þa suikafuller tueir slæg þier umsat veittu
bäder grioti bordust þeir brätt so i daudann setter
þui so vill Gud varðveita
þa sem af øllu hiarta hans leita.
susanna sannlega var þier þad frijtt
þa Gud forsuarade meinleised þitt.
íslenska kvæðið er augljóslega ekki bein þýðing á því franska, og ekki er
það heldur skylt öðrum þýðingum á kvæði Guéroults frá 16. öld.15 Rímið
er einfaldara, tvær og tvær línur, en óreglulegra rím frumtextans skapar
skemmtilega togstreitu við reglulega hendingaskipan tónlistarinnar. Að
einu leyti má þó segja að íslenski textinn falli betur að tónlistinni en
frumgerðin. Þegar upphafstónar lagsins hljóma aftur í næstsíðustu hend-
14 Rask 98 (nr. 201), 73v–74r. Önnur kvæði um súsönnu eru til á íslensku frá svipuðum
tíma en þau eiga ekkert skylt við franska lagið. í AM 713 4to (141–146) eru súsönnuvísur
sem einnig ganga undir nafninu Siðbót („Bragarins vín skal bjóða“, sjá ODPI, 97 og ÍÞ,
545). kvæðið er undir algengum bragarhætti sem lög hafa varðveist við, til dæmis það
sem oft er sungið við kvæðið Fagurt er í fjörðum. í Vísnabók Guðbrands Þorlákssonar
1612 er súsönnukvæði eftir einar sigurðsson í eydölum, „Himna smið eg hæstan bið að
hjálpa mér“; sjá Vísnabók Guðbrands, útg. jón torfason og kristján eiríksson (Reykjavík:
Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands, 2000), 137–140. Þetta súsönnukvæði er lagboði
við sálm sr. Hallgríms Péturssonar, „Þá ísraels lýður einkar fríður“ (ÍÞ, 613–14). einnig
bárust til landsins verk af öðrum toga um súsönnu, til dæmis leikrit í bundnu máli eftir
Peder jenssøn Hegelund sem ber heitið Susanna. Comicotragoedia, en merckelig Leeg udtagen
aff Bibelen udaff Daniels Histori, om den ærlig Quindes Susannæ Kyskhed oc underlig Befrielse,
allehaande Stater oc besynderlig ærlige Quindfolck, lystig oc nyttig at læse, udgiord i Danske Rhim
(kaupmannahöfn: Matz Wingaard, 1578). Á saurblaði eintaks sem nú er í konunglega
bókasafninu í kaupmannahöfn (M 33660 4to) má lesa að vigfús Hákonarson gaf bókina sr.
jóni Þorsteinssyni í vestmannaeyjum árið 1615 og hefur hún síðar verið í eigu sonar hans,
jóns yngra.
15 vitað er um sex aðrar þýðingar á kvæði Guéroults, á flæmsku (Susanna haer bayande in een
fontayne; Als onverhoetz Susannen overginghen; Susann’ een reys verzocht tot wulpsche minne),
þýsku (Susannen frumb wotten ir ehr verletzen) og ensku (Susanna fair sometime of love
requested; Susanna fair sometime assaulted was), sjá Levy, „‘susanne un jour’: the History of
a 16th Century Chanson,“ 378. ekki fæst séð að íslenski textinn styðjist fremur við þessar
þýðingar en frumgerðina.