Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 16
GRIPLA14
138 8vo gefur kveðskap meiri gaum og lætur fjölda erinda fylgja sama lagi
þegar svo býðst. sú er ekki raunin í tilfelli Súsönnu og bendir það til þess
að erindið hafi ávallt staðið stakt.
2. Hofhaimer, senfl og þýsk sönglög á íslandi
tvö lög í Melódíu eiga rætur að rekja til þýskrar sönghefðar á fyrri hluta
16. aldar. Bæði tengjast þau tónskáldum við hirð Maximilians I. keisara
í vínarborg, valdamesta manns sinnar tíðar í evrópu sem þó er fremur
minnst fyrir stuðning sinn við listir en pólitíska sigra. undir hans stjórn
náði tónlist við hirð Habsborgara nýjum hæðum enda störfuðu í kapellu
hirðarinnar merk tónskáld á borð við Antoine Busnoys og Pierre de la Rue.
Mest afskipti hafði keisarinn af tónlistarmönnum sem störfuðu við hirð
hans í vínarborg og síðar Innsbruck; hann hafði á sínum snærum flytj-
endur á málm- og tréblásturshljóðfæri, lútu- og gömbuleikara, organista
og 20 manna kór.17 Hirðtónskáld hans var Heinrich Isaac sem naut mik-
illar hylli fyrir sönglög sín, m.a. Innsbruck, ich muss dich lassen sem enn er
á efnisskrám kóra um víða veröld. Þegar Maximilian féll frá árið 1519 var
karl v., sonarsonur hans, kosinn til keisara. Hann lagði niður kapelluna í
Innsbruck enda hafði hann alla þá tónlistarmenn sem hann þurfti við kon-
ungshirð sína á spáni, og urðu þá margir helstu músíkantar álfunnar að
finna sér önnur störf.
um aldamótin 1500 skáru þýskir tónsmiðir sig nokkuð úr hvað varð-
aði áherslur í listsköpun. ólíkt starfsbræðrum sínum á niðurlöndum og
ítalíu fengust þeir lítt við að semja kirkjutónlist við latneska texta, mótettur
og messur, en gáfu sönglagagerð við þýsk kvæði þeim mun meiri gaum.
Helst fengust þeir við að semja það sem nú er nefnt Tenorlied, veraldlega
söngva fyrir fjórar eða fimm raddir þar sem tenór er veigamestur eins og
nafngiftin gefur til kynna.18 Lögin spruttu úr eldri hefð ástarskáldanna,
17 Martin Picker, „Habsburg,“ NG2 10, 638.
18 Hugtakið Tenorlied, sem nú er almennt haft um þessa tegund söngva, var fyrst notað
árið 1931 í riti Heinrichs Besseler, Die Musik des Mittelalters und der Renaissance. Á
tíma tónskáldanna sjálfra voru lögin ýmist kölluð Lieder eða Liedlein; sjá Rolf Caspari,
Liedtradition im Stilwandel um 1600: Das Nachleben des deutschen Tenorliedes in den
gedruckten Liedersammlungen von Le Maistre (1566) bis Schein (1626), schriften zur Musik
13 (München: Musikverlag emil katzbichler, 1971), 10.