Gripla - 20.12.2012, Side 17
15
Minnesang, sem sett hafði svip á þýskt sönglíf um aldir.19 tenórröddin var
ýmist frumsamin eða byggð á lögum sem nutu hylli við hirðina hverju sinni
(Hoflied), eða þá á alþýðusöngvum af ýmsum toga. Lögin voru upphaflega
ætluð atvinnusöngvurum við hirðir Þýskalands en rötuðu einnig fljótt til
áhugafólks af borgarastétt. flutningur þeirra var með ýmsu móti: hægt var
að syngja allar raddir eða leika þær allar á hljóðfæri, en einnig mátti blanda
saman söng og hljóðfæraspili eftir því sem aðstæður buðu í hvert sinn. Þótt
tenórsöngvar væru fremur gamaldags hvað stílinn snerti nutu þeir hylli í
rúma öld, allt þar til á síðari hluta 16. aldar þegar þýskir tónsmiðir tóku að
laga sig eftir ítölskum madrígalameisturum.20
Meðal þeirra sem störfuðu fyrir Maximilian keisara var Paul Hof-
haimer, einn dáðasti tónlistarmaður Austurríkis á sinni tíð. Hann var
fæddur 1459 í Radstadt suðaustur af salzburg og vakti þegar á unglings-
árum eftirtekt fyrir orgelleik sinn. Árið 1478 var hann ráðinn organisti
við hirð sigmundar erkihertoga af týról, og þegar Maximilian tók við
völdum þar tólf árum síðar hélt hann Hofhaimer í þjónustu sinni.21 Hann
ferðaðist með keisaranum vítt og breitt um álfuna og lék á orgel jafnt
við hversdagsleg tækifæri sem stórviðburði í hirðlífinu, til dæmis þegar
Lúðvík prins af ungverjalandi gekk að eiga Maríu Austurríkisprinsessu í
stefánskirkjunni í vínarborg sumarið 1515. sem þakklætisvott fyrir flutn-
inginn þann dag sló keisarinn Hofhaimer til riddara.22 Að Maximilian
gengnum varð hann organisti við dómkirkjuna í salzburg og þjónaði
erkibiskupi borgarinnar til dauðadags árið 1537.
samtímamenn Hofhaimers eru einróma í hástemmdum vitnisburði
sínum um hæfileika hans. tveir helstu húmanistar og fræðimenn þess tíma
lofsungu hann í ræðu og riti. johannes Cuspinian, hirðskáld Maximilians
og rektor vínarháskóla, kallaði Hofhaimer „höfuðtónskáld“ (musicorum
princeps) og ottmar Luscinius dáðist að hæfileikum hans til að spinna fjöl-
breytilegustu stef af fingrum fram: „Hann er svo óendanlega marghæfur
19 Martin staehelin, „the German tenor Lied: Drafting the History of a Genre,“ Music
in the German Renaissance. Sources, Styles, and Contexts, ritstj. john kmetz (Cambridge:
Cambridge university Press, 1994), 177.
20 Ludwig finscher, „Lied and Madrigal, 1580–1600,“ Music in the German Renaissance.
Sources, Styles, and Contexts, 182–183.
21 Louise elvira Cuyler, The Emperor Maximilian I and Music (London: oxford university
Press, 1973), 49.
22 sama rit, 95–96.
fIMM „ÜtLenDskeR tonAR“ í RAsk 98