Gripla - 20.12.2012, Page 20
GRIPLA18
Annað lag eftir tónskáld í þjónustu Maximilians rak einnig hér á land.
Ludwig senfl var kynslóðinni yngri en Hofhaimer og á ýmsan hátt arftaki
hans. Hann fæddist um 1490 og ólst upp við hirðkapellu Maximilians
í vínarborg, hóf feril sinn sem kórdrengur á barnsaldri og söng altrödd
þar til keisarinn féll frá árið 1519. Hann nam tónsmíðar hjá Heinrich
Isaac og talið er að hann eigi jafnvel þátt í meistaraverki kennara síns,
Choralis Constantinus, sem samanstendur af tæplega 400 mótettum fyrir
alla helgidaga kirkjuársins.29 Þegar Isaac dró sig í hlé árið 1515 tók senfl við
starfi hans, en eftir fráfall keisarans var senfl án fastrar atvinnu um fjög-
urra ára skeið. Hann fékk að lokum stöðu við hirð vilhjálms Iv., hertoga af
Bæjaralandi, og dvaldi við hirð hans í München til æviloka 1543. senfl var
mikils metinn á sinni tíð og var þá um hann ritað að hann væri „fremstur
samtíðarmanna í tónlist í gjörvöllu Þýskalandi“ (in Musica totius Germaniæ
nunc princeps).30
senfl var mun afkastameira tónskáld en Hofhaimer. Hann samdi sjö
messur, um 240 mótettur og meira en 250 sönglög, og lagði sérstaka rækt
við þann geira tónlistarinnar. Með senfl náði hið þýska Tenorlied nýjum
29 Cuyler, The Emperor Maximilian I and Music, 74.
30 sebald Heyden í De arte canendi ac vero signorvm in cantibvs vsu (nürnberg, 1540); tilv.
í Wilhelm seidel, Die Lieder Ludwig Senfls, neue Heidelberger studien zur Musik-
wissenschaft 2 (Bern: francke verlag, 1969), 5.
�
�
���
��
�
�����
�
��
˙ ˙
���� ����
� �
���� ��
�
���
�
�����
� ˙
��
�
�����
˙ ˙
���� ���
� �
��� �
� �
� �
�
�
˙ �
�������
�
þ��
˙ ˙
���� ���
� � �
��� �� ��
�˙ �
���
� �
����� �
� � ˙
����� ����� ���
� �
�� ����
�
����
�
��
� �
� � �
Nótnadæmi 2: (a) Paul Hofhaimer, Meins Traurens ist (tenórrödd), upphaf; (b)
Úr djúpum mjög, úr Rask 98, upphaf.