Gripla - 20.12.2012, Síða 21
19
hæðum; af niðurlenskum starfsbræðrum sínum lærði hann hvernig gera
mátti hreyfingu raddanna fjölbreyttari og sjálfstæðari en áður hafði verið.
Þó á hann sameiginlegt með eldri tónskáldum að nota tenór sem uppistöðu
í verkum sínum; kynslóð síðar varð orlando di Lasso einna fyrstur til að
leysa lög sín úr viðjum cantus firmus-tækninnar og gefa öllum röddum jafnt
vægi, og átti sú þróun sér stað undir áhrifum veraldlegra söngva sem bárust
frá ítalíu.31
Meðal laganna í fyrsta hluta Rask 98 er Patientia er sögð urt, sem er
tenór úr lagi eftir Ludwig senfl. Pacientia muß ich han er til í tveimur
ólíkum gerðum frá hendi senfls, önnur er fjórradda en hin í fimm röddum
og nokkuð flóknari hvað varðar kontrapunkt og sjálfstæða hreyfingu radda.
Hin fyrri var prentuð í söngbókum johanns ott, Hundert vnd ainundz-
weintzig newe Lieder (nürnberg, 1534), og Georgs forster, Ein Auszug guter
alter und neuer teutscher Liedlein (nürnberg, 1539), auk þess sem hún er
varðveitt í sex handritum.32 Hin síðari fór ekki eins víða, finnst aðeins
prentuð í safni otts og í einu handriti að auki. Þar sem ofangetið lag Hof-
haimers er í söngbók forsters en ekki í riti otts verður að teljast líklegra
að fyrri gerðin hafi borist til íslands, enda er yfirbragð hennar meira í ætt
við önnur þau fjölradda lög sem vitað er um hér.
Þýski textinn er eins konar heimsósómakvæði í þremur erindum, þar
sem ljóðmælandinn biður um þolinmæði til þess að takast á við þrautir lífs-
ins. fyrsta erindið hljóðar svo:33
31 Caspari, Liedtradition im Stilwandel, 11.
32 sjá Ludwig senfl, Deutsche Lieder, Zweiter Teil, útg. Arnold Geering, Das erbe deutscher
Musik 15 (Wolfenbüttel/Berlín: Georg kallmeyer verlag, 1940), 152. Hér er farið eftir
frumútgáfunni 1539.
33 Lagið er prentað í senfl, Deutsche Lieder, Zweiter Teil, 98–99.
Pacientia muß ich han
wol kan
mochts anderst sein
wer auch wol mein
sins gmüts beger
wil jetz nit her
vnfal auff mir
ligt nach der schwer.
o pacientia, o pacientia.
Þolinmæði verð ég að hafa,
ég gæti það vel,
væru hlutirnir öðruvísi;
væri það orðið mitt
sem hugur minn þráir,
en svo vill ekki verða.
ólukkan hvílir á mér
ennþá svo þung.
o patientia, o patientia.
fIMM „ÜtLenDskeR tonAR“ í RAsk 98