Gripla - 20.12.2012, Page 23
21
fimmund neðar en endar á sama tóni og frumgerðin; þriðja hendingin er
ýmist þríund eða tvíund neðar, og þannig mætti áfram telja.36 frelsið í
meðförum lagsins bendir til þess að það hafi lifað hér í einhvern tíma áður
en útgáfan í Rask 98 var færð á blað. íslenska gerðin stendur bæði í Rask
98 og js 138 8vo, sem er ritað um miðja 18. öld eins og áður er getið. Því
hefur lag senfls verið á vörum íslenskra söngvara ríflega tveimur öldum
eftir að það birtist á prenti sunnar í álfunni, rétt eins og Súsanna, sannan
Guðs dóm.
Aðeins ein prentuð heimild inniheldur bæði þau lög Hofhaimers og
senfls sem hér hafa verið nefnd og rötuðu til íslands: fyrsta hefti söng-
bókar Georgs forster frá 1539.37 forster var auk útgáfustarfa bæði læknir
og tónskáld, hafði numið við háskólann í Wittenberg og var vel kunnur
36 Þá má nefna að erfiðlega gengur að fella sum erindi íslenska textans að upprunalegri gerð
senfls. í frumgerðinni eru þagnir í miðjum hendingum, en þær falla að textanum þannig
að orðin ganga ekki yfir þagnirnar: „sins gmüts beger / wil jetz nit her“ í fyrsta erindinu,
o.s.frv. í öðru erindi íslenska textans yrði útkoman „allir menn skyl- / du akta það“, sem
hljómar fremur ankannalega. Því virðist sem þagnirnar í töktum 8 og 16 í lagi senfls hafi
ekki fylgt íslensku laggerðinni.
37 Bæði lögin eru einnig varðveitt í handriti í Münster-Bibliothek í ulm, sem er safn fjögurra
raddhefta frá um 1570 og geymir 142 söngva og dansa við þýska, franska, ítalska og latneska
texta. stór hluti laganna er fenginn úr bók forsters og því er ekki um óháða frumheimild
að ræða. sjá Alfred Wendel, Eine studentische Musiksammlung der Reformationszeit. Die
Handschrift Misc. 236 a-d der Schermar-Bibliothek in Ulm, sammlung musikwissenschaflicher
Abhandlungen 85 (Baden-Baden: verlag valentin koerner, 1993).
fIMM „ÜtLenDskeR tonAR“ í RAsk 98
�
�
���
��
�˙ �
�� ��
� �
�� ��
˙ ˙
�� ��
� �
�� ��
�
�
�
�
˙ ˙
��� ���
� �
�� ���ð
�
����
�
����
� � � �
� � � �
Nótnadæmi 3: (a) Ludwig senfl, Pacientia muß ich han (tenórrödd), upphaf; (b)
Patientia er sögð urt úr Rask 98, upphaf.
�
�
� ˙
���
�
���
�
����
�
���
� ˙
������
� �
��� ��
�˙ �
�� �����
�
���
˙ ˙
����� ���
�
�
˙ ˙
���� ���
� �
���� ����
�
�����
�
������
�
� �