Gripla - 20.12.2012, Side 25
23
það verið sungið og leikið á ýmsa lund, meðal annars af Þursaflokknum á
hljómplötu sem kom út 1978. Auk þess hafa jón Ásgeirsson og Ríkarður
Örn Pálsson notað lagið bæði í einfaldar útsetningar og viðameiri tón-
smíðar.41
Þar sem hitt „bassalag“ Melódíu, Guð himna gæðum, er neðsta rödd úr
fjórradda tónsmíð lá beinast við að athuga hvort ekki væri sama uppi á
teningnum í þessu tilviki. svarið fannst í ítalskri söngbók sem prentuð var
í feneyjum 1544 og hefur að geyma 16 veraldleg lög fyrir fjórar raddir í
einföldum stíl sem kenndur var við napólí, canzone villanesche alla napolit-
ana.42 Áttunda lag safnsins er eftir francesco Corteccia og ber heitið
Madonn’io t’haggi amat’et amo assai, og bassarödd þess er næstum upp á
tón samhljóða laginu í Melódíu.
ítalska nótnaprentið á sér athyglisverða forsögu. forsprakki útgáfunnar
var Adrian Willaert, einn virtasti tónlistarmaður ítalíu á 16. öld og maestro
di cappella við Markúsarkirkjuna í feneyjum á árunum 1527–1562. Willaert
lagði merkan skerf til mótettu- og madrígalasmíða og er jafnan talinn eitt
áhrifamesta tónskáld áratuganna áður en Lassus og Giovanni Pierluigi da
Palestrina komust til fulls þroska. Hann lagði einnig sitt af mörkum til að
kynna tónlist lítt þekktra og/eða yngri tónskálda, og þannig var einmitt
háttað með útgáfuna sem hann stóð að í heimaborg nótnaprentsins árið
1544, Canzone villanesche alla napolitana. söngbókin ávann sér mikla hylli
og var endurprentuð fimm sinnum allt til ársins 1563, en með nokkuð
41 engel Lund, Íslenzk þjóðlög (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1960); Hinn íslenzki Þursa-
flokkur (Reykjavík: fálkinn, 1978). jón Ásgeirsson notar Vera mátt góður í píanó kvintetti
sínum og sömuleiðis í Íslenskum sagnadönsum; Ríkarður Örn Pálsson hefur útsett lagið
fyrir kór, klarínett og slagverk, og samið um það einleiksþátt fyrir píanó (Átján hugleiðingar
um íslenzk þjóðlög). sigríður Þ. valgeirsdóttir taldi Vera mátt góður íslenska gerð basse danse,
sem var vinsæll hirðdans í frakklandi og niðurlöndum á 15. og 16. öld en á ekkert skylt
við ítalska sönglagahefð. Hún tók þó fram að lagið gæti hafa verið „innflutt án dansins“ og
hníga nú öll rök til þess þegar fyrirmyndin er fundin. sjá sigríður Þ. valgeirsdóttir, Íslenskir
söngdansar í þúsund ár (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2010), 84–85 og 227–229.
42 Canzone villanesche alla napolitana di M. Adriano Wigliaret a quatro voci, con alcuni madrigali
da lui novamente composti & diligentemente corretti, con la canzona di Ruzante. Con la giunta
di alcune altre canzone villanesche alla napolitana a quatro voci, composte da M. Francesco
Corteccia non piu viste ne stampate, nuovamente poste in luce (feneyjum: scotto, 1544), útg.
í Adrian Willaert o.fl., Canzone villanesche alla napolitana and villotte, útg. Donna G.
Cardamone, Recent Researches in the Music of the Renaissance 30 (Madison: A-R
editions, 1978).
fIMM „ÜtLenDskeR tonAR“ í RAsk 98