Gripla - 20.12.2012, Side 31
29
landsmönnum hefði haft í farteskinu nokkra slagara frá meginlandinu,
og þar voru útgáfur forsters, Willaerts og Lupis meðal þeirra sem nutu
mestrar hylli.
Líklega hefur skálholt verið vænlegasti staðurinn til að reyna fyrir
sér með fjölradda söng af erlendum uppruna. erasmus villatsson var
skóla meistari þar 1561–1564, naut mikillar virðingar fyrir störf sín og
kvæntist Helgu Gísladóttur jónssonar biskups. Að starfslokum í skálholti
hélt hann Garða á Álftanesi eitt ár, odda árið 1565 og Breiðabólstað í
fljótshlíð til dauðadags 1575.52 eftirmenn erasmusar í skálholti höfðu
margir hverjir góða rödd. Bróðir erasmusar, kristján villatsson, var
rektor í skálholti 1567–1571, eða þar um bil, og Gísli Guðbrandsson,
skólameistari 1583–1585, var bæði söngmaður og málari.53 Þá þótti
sigurður stefánsson, skólameistari haustið 1595 og lærður utanlands, fram-
úrskarandi söngmaður.54 sr. ólafur einarsson, faðir sr. stefáns í vallanesi,
tók ennfremur við skóla meistaraembætti um aldamótin 1600 og þótti
einkar lærður í „bóklegum kunstum“.55 Þess má að lokum geta að Páll
erasmusson, sonur fyrrum skólameistarans og langafi Árna Magnússonar
handritasafnara, var kirkju prestur í skálholti skömmu eftir 1600. Með
slíka menn í forystu má vænta þess að sú hefð sem skólameistarinn
söngvísi bar með sér til íslands hafi lifað um nokkra hríð, að minnsta kosti
nokkuð fram á 17. öld.
rædd eru í þessari grein hafa ekki varðveist í íslenskum handritum, né heldur tenórröddin
að Vera mátt góður eða bassaraddir hinna laganna fjögurra. Þó hlýtur að vera allt eins líklegt
að þær hafi borist með hinum röddunum til landsins og verið sungnar hér um skeið, eftir
því sem aðstæður leyfðu. njáll sigurðsson telur að söngur í fleiri en tveimur röddum hafi
ekki fest rætur á íslandi utan latínuskólanna, sbr. „söngkennsla í latínuskólum,“ 162.
52 Guðlaugur R. Guðmundsson, Skólalíf, 288.
53 jón Halldórsson, Skólameistarasögur, 69; sjá einnig Lbs 175 4to, 281v: „vellærdur, mäl-
are godur og mikell sóngmadur“; Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal 1,
útg. Guðrún Ása Grímsdóttir, stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Rit
70 (Reykjavík: stofnun Árna Magnússonar, 2008), 65: „söng vel og málverksmaður“.
Gísli hefur væntanlega verið vel kunnugur þýskættaða söngmanninum og forvera sínum
í embætti því að hálfsystir móður hans var Helga Gísladóttir, eiginkona erasmusar
villatssonar.
54 í skólameistararegistri odds biskups einarssonar segir að sigurður hafi verið „beztur poëta
og Musicus,“ sjá jón Halldórsson, Skólameistarasögur, 212–213; sjá einnig sama rit, 83;
Guð laugur R. Guðmundsson, Skólalíf, 289.
55 jón Halldórsson, Skólameistarasögur, 89.
fIMM „ÜtLenDskeR tonAR“ í RAsk 98