Gripla - 20.12.2012, Qupperneq 32
GRIPLA30
4. „ein fógur jolasaungs vijsa“
í Melódíu er einnig erlent lag sem aldrei var prentað og hefur því borist
til íslands í handriti. sálmurinn Frábæra, –bæra stendur með nótum í sex
íslenskum handritum og án nótna í 23 handritum til viðbótar. Lagið hefur
því farið nokkuð víða og jafnframt verið langlíft, því að handritin spanna
tvær aldir. í öllum þeirra nema tveimur (Cornell Ms 4 og Hymnodia sacra)
vantar fyrsta erindið framan á sálminn og er hann því stundum nefndur
eftir öðru erindi, „vígð náttin, náttin“.56 Þar sem sálmurinn er á annað borð
eignaður höfundi er hann alls staðar sagður vera eftir sr. jón Þorsteinsson
píslarvott í vestmannaeyjum. erindið „vígð náttin“ var raunar prentað á 19.
öld með ljóðmælum stefáns ólafssonar í vallanesi en aðeins einn maður
eignar honum kvæðið, jón ólafsson úr Grunnavík, og verður hann að telj-
ast ótraust heimild hvað þetta varðar.57
elsta heimild um lag og texta er handritið Cornell Ms 4, sem hefur að
geyma Davíðssaltara og Genesissálma sr. jóns Þorsteinssonar píslarvotts.
Davíðssálmar standa í fyrri hluta handritsins (1r–75r) með hendi Björns
Grímssonar. Mjög er vandað til verka, lýstir upphafsstafir og skraut með
bláu, rauðu og grænu bleki og gyllingum á stöku stað, enda kemur fram
í formála að handritið sé ætlað oddi biskupi einarssyni. Því er ljóst að
handritið er ritað eftir 1622, þegar sr. jón fullgerði Davíðssálma sína, en
fyrir andlát biskups 1630.58 næst á eftir Davíðssálmum stendur Frábæra,
–bæra á heilli opnu (75v–76r) og eru nótnastrengir dregnir ofan við text-
ann. yfirskriftin er: „en LIRe. vtsett a Islendsku. tenor.“59 samkvæmt
56 sjá ODPI, 450. Bjarni Þorsteinsson prentar eina gerð lagsins (úr Hymnodia sacra) í
þjóðlagasafni sínu, sjá ÍÞ, 286 og 337–338.
57 stefán ólafsson, Kvæði 2, útg. jón Þorkelsson (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenta-
félag, 1886), 355. jón Grunnvíkingur nefnir sálminn í orðabók sinni þar sem hann skýrir
sögnina vígja. Þar dregur hann fram líkindi með þýska orðinu Weihnacht og upphafslínu
íslenska jólasálmsins: „ad hoc nomen fortè respexit Dominus stephanus olavii, in Psalmo
suo in Festum Natalitiorum Domini (ä Joolanöttina): qvi sic incipit: Vijgd Nttin! Nttin!
/ vel-komin allann httinn, httinn, etc.“ (AM 433 fol., IX, 351r).
58 Björn var drátthagur og hlaut viðurnefnið „málari“, en þótti skrýtinn í háttum. ekki er hægt
að fullyrða að í Cornell Ms 4 sé Frábæra, –bæra með sömu hendi og Davíðssálmar, en þó
eru á því meiri líkur en minni; lýstum upphafsstafnum svipar mjög til þeirra sem standa á
síðum 32v og 71r. sjá nánar Halldór Hermannsson, Illuminated Manuscripts of the Jónsbók,
Islandica 28 (íþaka: Cornell university Press, 1940), 18–21.
59 sjá Þórunn sigurðardóttir, Manuscript Material, Correspondence, and Graphic Material in the
Fiske Icelandic Collection. A Descriptive Catalogue, Islandica 48 (íþaka: Cornell university
Press, 1994), 3–4.