Gripla - 20.12.2012, Síða 39
37
Hann varð síðar prófastur í Gaulverjabæ og 1637 er hann sagður hafa tekið
til sín bróðurson sinn, Markús snæbjarnarson, sem „var þar 1 ár og lagði
sig eptir sönglist“.66
Þótt Gaudete psallentes sé aðeins varðveitt í handriti frá Wittenberg er
hvorki þar með sagt að uppruni mótettunnar sé í háskólabænum né heldur
að hún hafi einungis verið sungin þar. fyrst hún komst alla leið til íslands
hefði hún auðveldlega getað skotið upp kollinum annars staðar á síðari
hluta 16. aldar, til dæmis í kaupmannahöfn. Þeir voru samtímamenn í
Wittenberg, küffer og guðfræðingurinn tónelski johannes Bugenhagen,
og voru góð menningarsamskipti milli staðarins og Danmerkur. Þarna var
einnig um svipað leyti niðurlenska tónskáldið Adrian Coclicus, sem síðar
gekk í þjónustu kristjáns III. Danakonungs.67 Því hefur mótettan getað
gert víðreist eftir ýmsum leiðum, hvort sem hún hafði viðkomu í Danaveldi
eða ekki. varla hefur hún borist síðar til íslands en um 1620 fyrst sr. jóni
auðnaðist að yrkja við hana texta. vel má vera að hún hafi komið hingað
nokkru fyrr, á síðari hluta 16. aldar.
ekki verður betur séð en að lag og texti hafi átt vinsældum að fagna
hér á landi. sálmurinn er varðveittur í að minnsta kosti 29 íslenskum
handritum, þar af sex með nótum (sjá töflu 1). yfirskrift sálmsins vísar
í jólanótt í mörgum handritanna þótt ekki sé það algilt. í átta heimildum
er hann kallaður „jólasálmur“, „jólasöngur“, „jólavísa“ eða „jólavers“, en í
fjórum vísar yfirskriftin til þess að honum sé raðað með nýárssálmum sr.
jóns („fimte nijärs Psalmur“, „Þrijdia nijaars vijsa“ o.s.frv.). jón orti
nokkuð af jóla- og nýárssálmum sem gjarnan standa saman í handritum
og þá oft framarlega (hugsanlega vegna þess að í bæði kaþólskum sið og
lútherskum var efni söngbóka gjarnan raðað samkvæmt kirkjuárinu, sem
hefst með jólaföstu).
erindi sálmsins eru ýmist fimm eða sex í handritum. í tveimur þeirra
sem geyma nótur stendur „frábæra, –bæra“ fremst (Cornell Ms 4,
Hymnodia sacra) en í öðrum (Lbs 1422 8vo, Lbs 1536 8vo) stendur þar
„vígð náttin“ en „frábæra, –bæra“ aftast. í þeim handritum þar sem
sálmurinn stendur án nótna er mun sjaldgæfara að „frábæra, –bæra“
komi yfirleitt fyrir, en þá ávallt sem síðasta erindi. Öll erindi sálmsins, að
66 Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir 4, útg. Hannes Þorsteinsson (Reykjavík: Prentsmiðjan
Gutenberg, 1905–1908), 536.
67 Angul Hammerich, Dansk musikhistorie indtil ca. 1700 (kaupmannahöfn: Gad, 1921), 140.
fIMM „ÜtLenDskeR tonAR“ í RAsk 98