Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 41
39
„frábæra, –bæra“ undanskildu, deila síðustu vísuorðum, sem mynda eins
konar viðlag: „Minnstan allan gjörði sig / leysti mig“. Þýðing latneska
frumtextans á undir högg að sækja í heimildum og deilir ekki fyrrnefndu
viðlagi; þetta gæti bent til þess að sr. jón hafi ekki hugsað þýðingu sína og
frumorta sálminn „vígð náttin“ sem eina heild þótt kvæðunum sé hrært
saman í handritum.68
Af þeim lögum sem hér eru til umfjöllunar er Frábæra, –bæra það eina
sem vitað er um að hafi getið af sér annan texta við sama lagboða. í þremur
sálmahandritum, sem öll voru skrifuð á síðari hluta 18. aldar, stendur sálm-
urinn Lífsljóminn, ljóminn. yfirskrift eins þeirra er „jóla-vers med serlegu
lage“, annars „eitt jölavers kallad Christi velkomande“ og þess þriðja
„Psalmur umm JölaTimann / Ton Vygd Nttinn Nttinn“. Tónar þýsku
mótettunnar tengdust því eftir sem áður jólahátíðinni þótt sunginn væri
við þá annar texti. 69
Breytingar lagsins í íslensku handritunum þarf að skoða í nánara sam-
hengi við frumgerðina. Hvað tónefni snertir má skipta Gaudete psallentes
í fjóra hluta, A, B, C og D, sem hljóma á þann hátt sem greinir í töflu 2
(taktnúmer tilgreind í sviga).
fyrri hluti verksins er fremur einfaldur og auðlærður; hendingarnar eru
byggðar upp með markvissum hætti og stefnan er skýr. upphafshendingin
(A) er endurtekin með nýjum texta, og einkennist af lagrænu skrauti á orð-
unum „Gaudete“ og „mire“. næsta hending (B), sem einnig er endurtekin,
einkennist af áherslu á texta fremur en músíkölskum tilþrifum; þetta er
jafnframt eini staður verksins þar sem sópran og alt víxlast um skamma
stund. eftir stuttan enduróm upphafshendingarinnar kveður við nýjan
tón. í seinni hluta lagsins skiptast á „pákusláttur“ á f-dúr þríhljómi (C) og
68 Af þeim átta handritum sem geyma sálminn í sex erindum eru aðeins tvö sem eigna hann sr.
jóni Þorsteinssyni (js 155 8vo og Þjms 2008-5-186). Að þeim undanskildum er sálmurinn
fimm erindi, þ.e. án Frábæra, –bæra, í öllum handritum sem nefna sr. jón og nýárssálma
hans. sú staðreynd að Frábæra, –bæra stendur í Cornell Ms 4, þar sem eingöngu eru sálmar
sr. jóns, bendir þó eindregið til þess að þýðingin sé hans rétt eins og frumorti sálmurinn.
69 Adv. 21.7.17 (76v–77r); Ms Boreal 109 (28v–30r); Ms Boreal 115 (7v–9r). síðastnefnda
handritið er skrifað í skálholti 1772, líklega fyrir Ragnheiði finnsdóttur jónssonar biskups.
Þar hefur söngfólk því kunnað skil á laginu undir lok 18. aldar. í Ms Boreal 109 er allmik-
ill latínukveðskapur og má því einnig vera að það tengist skálholti með einhverjum hætti.
sama kvæði er líka í lítið eitt yngra handriti, íB 243 8vo (um 1800; 4r–7r), og er lagboðinn
einnig „vígð náttin, náttin“. sálmurinn er átta erindi og það fyrsta hefst svo: „Lífsljóminn,
ljóminn, lofsælasti himna blóminn, blóminn, barn á jörðu er hér kominn“.
fIMM „ÜtLenDskeR tonAR“ í RAsk 98