Gripla - 20.12.2012, Page 55
53
Gripla XXIII (2012): 53–92.
HeLGI ÞoRLÁksson
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ
I. tILuRÐ
1. Inngangur
hver skeytti saman sögurnar sem mynda Sturlungu, eldri gerð hennar
sem kennd er við Króksfjarðarbók, og hvað gekk henni eða honum til?
Langoftast er í seinni tíð miðað við að safnandinn hafi verið Þórður
narfason, sem dó 1308. Þetta mótar skilning á því til hvers verkið var sett
saman. Hér á eftir er bent á að Þorsteinn snorrason komi eins til greina
sem safnandi, en hann dó líklega 1353. Hugmyndir um tilurð og markmið
breytast sé miðað við Þorstein.
Á seinustu tveimur áratugum eða svo hefur athygli fræðimanna beinst
æ meira að handritum frá 14. öld, hvaða verk eru valin saman í þau, með
hvaða hætti þeim er komið fyrir og hvernig texta er breytt. Iðulega er
spurt hvort ákveðin hugmyndafræði hvíli að baki. Þessi grein er sama
merki brennd og hér er athyglinni beint að gerðum Sturlungu, einkum að
Króksfjarðarbók en Reykjarfjarðarbók kemur og við sögu.
2. safnandinn
víða er fullyrt að safnandinn hljóti að hafa verið einn þriggja narfasona frá
kolbeinsstöðum, Þórður, Þorlákur eða snorri, og er tíðast að staðnæmst sé
við Þórð lögmann,1 en til er að láta sér nægja að nefna bræðurna saman án
þess að taka einn út úr.2 Þórður (d. 1308) átti heima á skarði á skarðsströnd
1 sjá t.d., Guðrún nordal, „3. sagnarit um innlend efni – sturlunga saga,“ Íslensk bókmennta-
saga 1, ritstj. vésteinn ólason (Reykjavík: Mál og menning, 1992), 312–313.
2 Gunnar karlsson, Handbók í íslenskri miðaldasögu 1. Inngangur að miðöldum (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2007), 200–203. Guðbrandur vigfússon mun fyrstur hafa bent á narfasyni
og nefndi Þórð sérstaklega sem hinn líklegasta safnanda, sbr. Sturlunga saga 1. Including the
Islendinga Saga by Lawman Sturla Thordsson and other Works, útg. Guðbrandur vigfússon
(oxford: Clarendon Press, 1878), ciii–cv.