Gripla - 20.12.2012, Page 56
GRIPLA54
og síðan bróðir hans, snorri lögmaður, eftir hann (d. 1332).3 Þórður hefur
þótt líklegastur þeirra bræðra sem safnandinn vegna þess að í Sturluþætti í
Sturlungu kemur fram að hann þekkti sturlu Þórðarson persónulega, enda
dvaldist hann með honum veturinn 1271 til 1272. í svonefndum Formála
í Sturlungu eru lofsamleg ummæli um sturlu sem eru talin vera komin
frá safnandanum. Hafa ófáir freistast til að líta á Þórð sem lærisvein og
eins konar arftaka sturlu í ritstörfum, en sturla er höfundur meginsögu
Sturlungu, svonefndrar Íslendingasögu. Rök fyrir þeim bræðrum eru ekki
síst að einn þeirra muni hafa samið Geirmundarþátt í Sturlungu, þar sem
m.a. er fjallað um ættaróðal þeirra bræðra, skarð á skarðsströnd, og hann
hafi eins samið Haukdælaþátt í sama verki, en amma þeirra bræðra var af
Haukdælaætt.
Þorsteinn böllóttur snorrason, Markússonar frá Melum, hefur líka
talist koma til greina sem safnandi. um það skal einkum bent á orð sem
hljóta upprunalega að hafa verið viðbót safnanda og eru í Guðmundar sögu
dýra, í gerð Króksfjarðarbókar; þar er vísað til ketils Þorlákssonar, lögsögu-
manns á kolbeinsstöðum, sem „móðurföður narfasona“. í Króksfjarðarbók
er eldri gerð Sturlungu en yngri gerðin er í Reykjarfjarðarbók. texti
Reykjarfjarðarbókar er glataður hér, en í blönduðum texta beggja gerða,
sem finna má í Br (British Museum Add. 11, 127), stendur „móðurföður
míns item móðurföður narfasona“. ketill var faðir valgerðar, móður
narfasona, og Helgu, móður Þorsteins. finnur Magnússon taldi að hér tal-
aði Þorsteinn böllóttur en Guðbrandur vigfússon hafnaði því.4 Björn M.
ólsen rökstuddi að Þorsteinn hefði bætt við orðunum „móðurföður míns
item“ í yngri gerð Sturlungu, gerð Reykjarfjarðarbókar.5 jón jóhannesson
leit svo á að texti Br væri sambræðingur frá 17. öld og taldi eðlileg-
ast að halda að í frumgerðinni hefði staðið „móðurföður míns“.6 Hann
3 um þá bræður og ætt þeirra, ætt skarðverja og kolbeinsstaðamanna, sjá einar Bjarnason,
Íslenzkir ættstuðlar 1 ([s.l.]: sögufélagið, 1969), einkum 160–182.
4 Guðbrandur taldi að safnandinn hefði þekkt sturlu persónulega en Þorsteinn hefði tæpast
getað verið samtímamaður hans; þetta er vafasamt, sjá nánar um það hér aftar. Þá taldi hann
mæla gegn Þorsteini ábóta að í Sturlungu kæmi fram „no clerical leaning or feeling“, sbr.
Sturlunga saga 1, útg. Guðbrandur vigfússon, civ. Það stenst ekki vel, sbr. það sem segir hér
aftar um Geirmundarþátt.
5 Björn M. ólsen, „um sturlungu,“ Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta að fornu og nýju
3 (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmentafélag, 1902), 504.
6 Sturlunga saga 2, útg. jón jóhannesson et al. (Reykjavík: sturlunguútgáfan, 1946), xviii–
xix.