Gripla - 20.12.2012, Side 58
GRIPLA56
hann hafi komið að gerð sögunnar. 12 Það er þó aðeins tilgáta, en vissulega
álitleg. en þar sem Þorsteinn var kanúki á Helgafelli, og síðar ábóti, líklega
1344 til 1353, hefur hann sjálfsagt komið að alls kyns fræðastarfsemi.13
Björn M. ólsen taldi að Þorsteinn hefði bætt Þorgils sögu skarða við
sturlungusafnið og að texti Reykjarfjarðarbókar sé beinlínis eða óbeinlínis
afskrift af Sturlungu Þorsteins. jón jóhannesson féllst á þetta í dokt-
orsritgerð sinni og taldi víst að Þorsteinn hefði bætt við ýmsu öðru.14 en
í útgáfu sinni af Sturlungu 1946 dæmdi hann Þorstein úr leik sem hugs-
anlegan safnanda fyrir frumgerð Sturlungu, og mun það hafa verið vegna
þess að hann taldi „móðurföður míns“ eiga við einn narfasona, svo sem
getið var. safnandinn hefði þekkt sturlu Þórðarson en Þorsteinn hafi
varla munað hann, og jafnframt hefði hann átt að fjalla meira um ættir
Melamanna en skarðverja með viðbótum sínum í Sturlungu. enn fremur
taldi jón óþarft að gera ráð fyrir aðild Þorsteins að hinni lengdu gerð, gerð
Reykjarfjarðarbókar.15 síðan munu fáir eða engir hafa ætlað Þorsteini neina
aðkomu að samsteypu Sturlungu.
spurt er hvað vakti fyrir safnandanum með samningu ofangreindra þátta,
Geirmundarþáttar og Haukdælaþáttar, og um leið með sturlungusafninu.
Hætt er við að svörin séu jafnan miðuð við hver teljist hafa verið safnand-
inn. sé miðað við Þórð eingöngu hlaut frumgerðin að hafa orðið til fyrir
lát hans, 1308. Annar er uppi ef miðað er við kanúkann Þorstein böllótt,
ábóta á Helgafelli. Líta má á það hvort Þorsteinn komi til greina og hvað
breytist við það, t.d. í skilningi á umræddum þáttum. skýrt skal tekið fram
að ekki er lagt til að miða jafnan við Þorstein fremur en narfasyni, Þorlák
(d. 1303) og Þórð, heldur er tilgangurinn að reyna að varpa ljósi á hverjir
standi helst á bak við hið mikla verk, samsteypuna í Sturlungu, hagsmunum
12 Kjalnesinga saga, útg. jóhannes Halldórsson, íslenzk fornrit 14 (Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1959), xlix–li.
13 Hermann Pálsson, Helgafell, 70–72. Þorsteinn var bróðir af Ágústínusarreglu, eða kanúki,
á Helgafelli áður en hann var kjörinn ábóti þar 1344 (vígður 1345). ekki er fullvíst hvenær
hann dó en líklega þó 1353. Á Helgafelli voru teknar saman sögur helgra manna en líka
afrituð lögbókarhandrit, segir Hermann, og enn fremur Alexanderssaga, Rómverjasaga,
Sverrissaga, Hákonarsaga og Magnúss saga lagabætis, sbr. sama rit, 138–139. ólafur Hall-
dórsson hefur fjallað um bókagerð og tengsl milli Helgafells og skarðs um miðbik 14.
aldar, sbr. ólafur Halldórsson, Helgafellsbækur fornar, studia islandica 24 (Reykjavík:
Heimspekideild Háskóla íslands, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1966), 35–45.
14 Björn M. ólsen, „um sturlungu,“ 504, 508; jón jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, 55.
15 Sturlunga saga 2, útg. jón jóhannesson et al., xvi–xx.