Gripla - 20.12.2012, Síða 59
57
hverra hún þjóni best. er þá vert að kanna hvort til Sturlungu kunni að hafa
verið stofnað eftir 1308.
3. Geirmundarþáttur
í Geirmundarþætti í Sturlungu er ekki farið eftir Sturlubók Landnámu heldur
Melabók, eða sams konar texta, um landnám Geirmundar, sem nam að sögn
skarðsland á skarðsströnd, og er þetta skrýtið heimildarval, sé höfundurinn
einn narfasona af skarðverjaætt. Þess hefði verið að vænta að narfasynir
fylgdu frásögn sturlu Þórðarsonar í Sturlubók Landnámu um mörk við
klofasteina en miðuðu ekki við Búðardalsá, eins og gert er í Melabók.16
jón jóhannesson varð að viðurkenna að „kynlegt“ væri að Sturlubók skyldi
ekki fylgt hér og datt helst í hug að safnandinn hefði ekki haft hana við
höndina þegar hann safnaði saman sögum í Sturlungu.17 Það er auðsæilega
vandræðaleg skýring, einkum ef Þórður narfason átti í hlut. Þar sem hann
dvaldist með sturlu um hríð er litið svo á, eins og nefnt var, að hann hafi
verið lærisveinn hans; kemur varla til greina að hann hafi hafnað frásögn
sturlu. Má rifja upp að þeir voru báðir bændur á skarði, Þórður og snorri
narfasynir. sé miðað við lýsingu Sturlubókar var landnám Geirmundar
mun stærra en gert er ráð fyrir í Melabók, náði um 1½ km lengra norð-
austur frá Búðardalsá eða alveg norður að klofasteinum. Þetta víðara
landnám mátti vafalaust nota sem rök fyrir að hafa með í sókn skarðs þrjá
bæi sem voru teknir undan skarðskirkju 1259 eða þar um bil, og lágu milli
Búðardalsár og klofasteina og þar austur af.18 Hér voru sennilega umtals-
16 Landnámabók, 151–153. jón jóhannesson gerði reyndar ráð fyrir að farið væri eftir texta
Styrmisbókar; má vera að Melabók hafi hér óbreyttan texta hennar.
17 jón jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, 165–170, 216–218.
18 Algengast hefur verið að telja klofasteina vera Hringsteina, á mörkum tinda og nýps, en
þeir eru horfnir. Þegar sigvarður biskup vígði kirkju í Búðardal 1259, að tölu fornbréfasafns,
tók hann bæinn undan skarðskirkju og líka Hvarfsdal og tinda að tíundum og öðrum
skyldum, en bæirnir þrír lágu milli klofsteina og Búðardalsár. skarðskirkja hlaut hálfa
Brekku í Bitru í uppbót (8 h); Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni
að halda bréf og gjörninga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða íslenzka menn 1.
834–1264, útg. jón sigurðsson (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmentafélag, 1857–1876),
596–597; 2. 1253–1350, útg. jón Þorkelsson (1888–1893), 117, 634–636. Árni Björnsson
telur að miðað hafi verið við klofinn stein hjá Búðardalsá en ekki Hringsteina (ætlaða
klofasteina), sbr. Árni Björnsson, Í Dali vestur. Ferðafélag Íslands, Árbók 2011 (Reykjavík:
ferðafélag íslands, 2011), 130–133. virðist fremur undarlegt að miða bæði við Búðardalsá
og klofinn klett við hlið hennar, skýrara að miða eingöngu við Búðardalsá.
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ