Gripla - 20.12.2012, Side 60
GRIPLA58
verðir tíundarhagsmunir í húfi, gjald sem skarðverjar vildu sjálfsagt halda.
Því til stuðnings má nefna að snorri narfason gekk eftir við biskup að
tíund væri greidd úr fagurey til skarðskirkju, og ormur sonur hans kærði
fyrir öðrum biskupi að ekki hefði greiðst tíund af svíney til skarðskirkju.19
eru varla líkur til að skarðverjarnir Þórður og snorri hefðu fremur valið
Melabókartexta en Sturlubók. vera má að sturla hafi einfaldlega stækkað
landnám Geirmundar vegna bæjanna þriggja.20 kann að vera að bræðurnir
hafi vitað það, en jafnvel þótt þeir hefðu talið fræðin vafasöm hlytu þeir að
hafa fylgt sturlu að málum. skiptir varla nokkru að þeir töldust afkom-
endur steinólfs í fagradal og viðmiðun Sturlubókar við klofasteina skerti
landnám hans á þessum stað.
Hér má bæta við að rök eru til að halda að Sturlubók sé ekki heldur fylgt
í Haukdælaþætti, þar muni farið eftir Melabók (styrmisbókartexta), sem
mælir enn gegn narfasonum. Það var hins vegar á allan hátt eðlilegt að
Melamaðurinn Þorsteinn fylgdi frekar Melabók en Sturlubók.
Hvert var markmiðið með samningu Geirmundarþáttar? verður ekki séð
að narfasynir hafi verið komnir af Geirmundi og benti jón jóhannesson
einmitt á það, en taldi jafnframt að skarð væri miðdepill þáttarins en ekki
Geirmundur. ekki verður fallist á þetta: Geirmundur er aðalatriðið, göf-
ugur uppruni hans í noregi, víkingaferðir, höfðingleg lund og stórbrot-
inn búskapur hans, bæði á skarði og á ströndum. sjálfur var Þorsteinn
böllóttur kanúki og ábóti á Helgafelli þar sem öflun aðfanga var vafalaust
margbrotin og umfangsmikil; búskaparhættir Geirmundar munu hafa
verið á áhugasviði hans. í þættinum er rakin ætt frá Geirmundi til Þorgils
oddasonar á staðarhóli (d. 1151), og næst á eftir þættinum kemur saga
hins sama Þorgils og Hafliða Mássonar. í sögunni er Þorgilsi lýst á svip-
aðan hátt og Geirmundi í þættinum, hjá honum var mannmargt og rausn
og hann var stórfengur og auðugur, segir sagan, og fram kemur að hann
dró að föng frá ströndum, eins og Geirmundur.21 í þættinum kemur fram
að Þorgils var fimmti maður frá Geirmundi og er ætt rakin sérstaklega til
19 Diplomatarium Islandicum 2, 636; 3. 1269–1415 (1890–1896), 302.
20 Þórhallur vilmundarson telur „að sturla hafi fært landamerkin [frá Búðardalsá að
klofasteinum] vegna þess að jarðirnar þrjár lágu undir skarðskirkju fram á 13. öld“, sbr.
Harðar saga, útg. Þórhallur vilmundarson, íslenzk fornrit 13 (Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1991), cxxxii.
21 Sturlunga saga 1, útg. jón jóhannesson et al., 13–14, 16, 19.