Gripla - 20.12.2012, Síða 61
59
hans.22 sjálfur var Þorsteinn böllóttur sjötti maður frá Þorgilsi og því kom-
inn af Geirmundi, ólíkt narfasonum.23 Það er grunnhugmynd í þættinum,
sem nánar greinir, að höfðinglegt háttalag gengur í ættir, og þannig tengist
Þorgils oddason Geirmundarþætti. Geirmundur er því aðalatriði og höfð-
inglegir búskaparhættir hans, en ekki skarð sérstaklega. Þetta bendir ekki
til narfasona.
frásögnin um reynilundinn í Geirmundarþætti tengist vafalítið þeirri
trú að reynir væri tré Þórs. yfir reynilundinum lýsti ljós sem merkti að
staðnum væri ætlað mikið hlutverk í kristni, en Geirmundur skildi það víst
ekki. Geirmundur hafði illan bifur á reynitrjánum, og þar með illan bifur
á heiðni, a.m.k. Þór. kirkjan á skarði var reist á staðnum og var vörn gegn
heiðni. er trúlegt að Þorsteini kanúka eða ábóta hafi líkað þessi frásögn,
sem hann sótti líklega í munnmæli. er þetta eitt dæmi af mörgum um heið-
ingja sem var andsnúinn heiðni og hefði líklega fagnað kristni ef hann hefði
átt kost á að kynnast henni. Þetta er m.ö.o. upphafning Geirmundar.
Höfundur lætur þó ekki hjá líða að koma ætt skarðverja að líka og
þar kann Þorsteinn að hafa vélað um, hann var sjálfur af ættinni. Þorgils
prestur snorrason, goðorðsmaður á skarði (d. 1201), var afi valgerðar sem
var móðir Helgu ketilsdóttur, Þorlákssonar, og amma Þorsteins, svo sem
fram er komið.24 Þorsteini böllótt mun því hafa verið annt um ættina og
hlut hennar. Ættartölur í lok þáttarins þykja benda til narfasona, ættir eru
mikið raktar til skarð-snorra (d. 1260), föður narfa. en þess er og að gæta
að framan af í ættartölunum virðist snorri lögsögumaður Húnbogason á
skarði (d. 1170) vera miðdepillinn, ættir eru raktar til konu hans og móður
hans.25 Þorsteinn böllóttur var fimmti maður frá snorra lögsögumanni
Húnbogasyni. en honum kann líka að hafa verið annt um skarð-snorra
vegna frænda sinna, narfasona.
22 Sturlunga saga 1, útg. jón jóhannesson et al., 10.
23 um þessa síðarnefndu ættfærslu sjá Landnámabók, „Ættaskrár. X. Reyknesingar“; um
Þuríði Hallsdóttur, sbr. sama rit, „Ættaskrá vII a. kjalleklingar“, þar sem Þuríður kemur
aftur við sögu.
24 Sturlunga saga 1, útg. jón jóhannesson et al., „20. ættskrá“.
25 Sturlunga saga 1, útg. jón jóhannesson et al., 10–11.
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ