Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 62
GRIPLA60
4. Haukdælaþáttur
í Haukdælaþætti er fyrst fjallað lofsamlega um biskupa af ætt Mosfellinga en
síðan vikið að Haukdælum, teiti, Halli biskupsefni og Gissuri Hallssyni,
sem í þættinum er sagður hafa verið hinn besti klerkur. Að lokum segir frá
Þórum tveimur Guðmundardætrum á Þingvöllum og dagdraumum þeirra
um mannsefni. efnið í þættinum gæti vel verið komið að mestu leyti frá
Haukdælum sjálfum. Hluti þáttarins um Þórurnar kann þó að vera kominn
frá safnanda Sturlungu.
Hvernig stóð á þessari frásögn um systurnar á Þingvöllum? Þóru yngri
er hampað, hún er skynsöm, gætin og staðföst. Hin eldri Þóra er hégómleg
nokkuð, að mati hinnar yngri, sem taldi tal hennar óþarfa og jafnvel
„geipan“, en hin eldri herti stöðugt á um að hin yngri lýsti vilja sínum
um mannsefni. Hún lét loks undan og reyndist fella hug til Þorvalds
Gissurarsonar, og sagði eftirminnilega um konu hans: „Það vilda eg að
jóra biskupsdóttir andaðist...“. Hin yngri Þóra reyndist þannig skapmikil
og einbeitt í vilja sínum, og varð kona Þorvalds í Hruna þegar hann hafði
misst jóru. Meðal barna þeirra Þóru voru Halldóra og Gissur jarl. Halldóra
varð kona ketils Þorlákssonar á kolbeinsstöðum og amma narfasona, en á
kolbeinsstöðum mun líklega hafa dvalist fyrrnefnd Helga, laungetin dóttir
ketils og móðir Þorsteins böllótts. Þannig hafði Þorsteinn tilefni til að
fjalla lofsamlega um Þóru yngri og sagan um hana kann að vera komin frá
Helgu og Halldóru. Helga kann m.ö.o. að hafa sagt Þorsteini, syni sínum,
þessa sögu.26
5. Annað viðbótarefni safnanda
svo er að sjá að safnandi hafi reynt að draga sem skýrast fram og skerpa
andstæður milli sturlu sighvatssonar og Gissurar Þorvaldssonar, eins og
Pétur sigurðsson benti á, og taldi að safnandinn hefði skotið inn efni í
því skyni.27 kunnugt er að sturlu Þórðarsyni var mjög í nöp við Gissur
26 Pétur sigurðsson taldi þáttinn saminn við Breiðafjörð og af safnanda, einhverjum
narfasona. niðurlagið um Þórurnar rakti hann til Halldóru, en nefndi ekki Helgu,
sbr. Pétur sigurðsson, „um Haukdælaþátt,“ Festskrift til Finnur Jónsson 29. maj 1928
(Kaupmannahöfn: Levin & Munksgaards forlag, 1928).
27 Pétur sigurðsson, „um íslendingasögu sturlu Þórðarsonar,“ Safn til sögu Íslands og íslenzkra
bókmennta að fornu og nýju 6 (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1929–1939), 42.