Gripla - 20.12.2012, Qupperneq 64
GRIPLA62
Þeir Pétur og úlfar Bragason telja báðir líklegt að safnandinn hafi skotið
inn þætti um jóreiði í Miðjumdal.31 vegna lofsamlegra ummæla í þættinum
um Gissur virðist ótrúlegt að frásögnin sé kominn frá sturlu.32 Þar með
er líka ósennilegt að narfasynir hafi bætt þættinum við, a.m.k. er Þórður
mjög ósennilegur í þessu viðfangi. Þá er Þorgils skarði í jóreiðardraumum
kallaður illur fugl sem í sitt hreiður skíti, en varla létu sturla og Þórður
narfason slíkar sagnir lifa um höfðingja af sturlungaætt.33 sé haft í huga
hversu nákominn Þórður narfason virðist hafa verið sturlu verður að
teljast fremur ólíklegt að hann hafi talið við hæfi að hampa Gissuri, eins
og gert er, einkum í jóreiðarþætti en líka, eins og sumir telja, í ætluðum
viðbótum í safninu.
6. Formálinn
um sturlu Þórðarson segir í Formálanum svonefnda í Sturlungu (Sturlungu-
formálanum): „hann vissa eg alvitrastan og hófsamastan“, og er jafnan
litið svo á safnandinn hafi frumsamið þetta og þekkt sturlu persónulega.
Þorsteinn mun hafa dáið 1353 og hafi hann verið nærri áttræðu kann hann
að hafa hitt sturlu, t.d. árið sem hann dó (d. 30. júlí 1284) eða nokkru fyrr
og munað hann. en Birni M. ólsen fannst þetta ekki koma til greina, og
Guðbrandi vigfússyni og jóni jóhannessyni sýndist það hæpið og litu þeir
svo á að Þorsteinn gæti ekki verið safnandi frumgerðar. Þó kann vel að vera
31 Pétur sigurðsson, „um íslendinga sögu sturlu Þórðarsonar,“ 124 (þátturinn hafi svo fallið
út í gerð Reykjarfjarðarbókar); úlfar Bragason, „In the scriptorium of Sturlunga’s comp-
iler,“ International Scandinavian and Medieval Studies in Memory of Gerd Wolfgang Weber,
ritstj. Michael Dallapiazza et al., Hesperides, Letterature e culture occidentali 12 (trieste:
edizoni Parnaso, 2000), 478, 481; úlfar Bragason, Ætt og saga. Um frásagnarfræði Sturlungu
eða Íslendinga sögu hinnar miklu (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2010), 233–234, 241–243.
32 vésteinn ólason, „jóreiðar þáttur,“ Sturlaðar sögur sagðar Úlfari Bragasyni sextugum, 22.
apríl 2009, ritstj. Guðrún nordal et al. (Reykjavík: Menningar- og minningarsjóður Mette
Magnussen, 2009), 104–107.
33 Guðrún nordal getur þess til að sá sem tók Króksfjarðarbók saman („editor“) hafi bætt
við draumum jóreiðar, m.ö.o. að safnandi Sturlungu hafi ekki gert það í frumgerð hennar,
sbr. Guðrún nordal, „to dream or not to dream: A question of method,“ The Fantastic
in Old Norse/Icelandic Literature. Sagas and the British Isles 1. Preprint Papers of the
13th International saga Conference. Durham and york, 6th-12th August, 2006, ritstj.
john Mckinnell et al. (the Centre for Medieval and Renaissance studies, Durham
university, 2006), 311, sbr. 306, 309. Þetta virðist hugsanlegt enda eru jóreiðardraumar
ekki í Reykjarfjarðarbók.