Gripla - 20.12.2012, Síða 65
63
að Þorsteinn hafi hitt sturlu, svo sem sjö ára gamall. Hafi þetta gerst 1284
hefur Þorsteinn verið 76 ára þegar hann lést. en eins getur verið að sá sem
lýsir sturlu í Formálanum meti hann eftir því sem hann hafði heyrt um
hann og framkomu hans. Þannig kann Þorsteinn að hafa heyrt lofsamleg
ummæli um sturlu á æskuheimili sínu á Melum. Loks er hugsanlegt að orð
Formálans séu ritklif og lúti því ekki endilega að persónulegum kynnum.34
7. Ættrakning
Mælir nokkuð gegn því að Þorsteinn böllóttur hafi tekið saman gerð
Króksfjarðarbókar? jón jóhannesson gerði ráð fyrir að Þorsteinn hefði ekki
gert það, ella hefði hann þá lagt meiri rækt við að rekja ættir Melamanna en
skarðverja, eins og nefnt var.35 jón virðist ekki hafa gætt þess að Þorsteinn
böllóttur var líka ættaður frá skarði, kominn af Þorgilsi snorrasyni, eins
og fram er komið. en hér er þó einkum á það að líta að Þorsteinn var son-
arsonur Markúsar Þórðarsonar, sem var frá Görðum á Akranesi, en sú ætt
kemur afar mikið við sögu í allri Sturlungu, feðgarnir Böðvar og Þórður
og synir Þórðar, bræðurnir Þorleifur, Böðvar í Bæ og Markús sjálfur.
Hinn síðastnefndi eignaðist konu frá Melum og settist þar að, en er að
vísu sjaldnast nefndur af bræðrunum. Þó er hann nefndur fimm sinnum
í Sturlungu, en t.d. narfi snorrason (d. 1284), faðir narfasona, einungis
þrisvar sinnum. Hann kemur fyrst við sögu í Sturlungu 1253, var þá orðinn
prestur og átti heima á kolbeinsstöðum, nærri mynni Hítardals, og hefur
því verið á miklum söguslóðum. Rök eru til að halda að hann hafi ekki fæðst
síðar en 1220.36 ef ættrakning er notuð sem röksemd um höfund er mikil-
vægt hversu lítið narfi kemur við sögu í Sturlungu, og ekkert í ættartölum,
og það bendir varla til narfasona. fátt bendir til narfa sem heimildarmanns
og ætlaðar viðbætur í Sturlungu hafa ekki verið raktar til hans.37
34 sverrir tómasson, Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum. Rannsókn bókmenntahefðar,
stofnun Árna Magnússonar á íslandi, Rit 33 (Reykjavík: stofnun Árna Magnússonar á
íslandi, 1988), 222–230. fram kemur að óbilugar heimildir voru vitrir menn, fróðir, traustir,
reyndir, vísir og sannorðir.
35 Sturlunga saga 2, útg. jón jóhannesson et al., xix.
36 Björn M. ólsen, „um sturlungu,“ 506.
37 Björn M. ólsen, „um sturlungu,“ 505–506. Björn bendir á dæmi þess að Þórður narfason
kunni að hafa verið heimildarmaður um frásagnaratriði nokkurt, tengt narfa. Aðrir koma
þó til greina.
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ