Gripla - 20.12.2012, Page 67
65
8. stytting Hrafnssögu og aðlögun Prestssögunnar
Hefði Þorsteinn kanúki stytt Hrafnssögu á þann hátt sem gert er í
Sturlungu? sagt er að safnandi Sturlungu hafi fellt úr trúarleg atriði í
Hrafnssögu, þau sem voru fallin til að upphefja Hrafn sem eins konar
dýrling.40 Hefði Þorsteinn nokkuð gert þetta? víst er að safnandinn felldi
niður fyrri hluta sögunnar en hélt hinum, enda var ekki ætlun hans að rekja
ævi Hrafns heldur segja frá samskiptum þeirra Þorvalds vatnsfirðings. í
þeim kafla sem hann tók með úr sérstöku sögunni stytti safnandi og felldi
úr hér og þar. Það eru atriði sem var ætlað að upphefja Hrafn almennt fyrir
góðmennsku og læknislist, ekki mjög hlutlæg. enn fremur er fellt niður
efni sem safnandi mun hafa talið óþarfa málalengingar. varla vildi hann
draga úr trúrækni eða dýrlingssvip Hrafns því að í hlutanum sem tekinn
er upp í Sturlungu kemur mjög skýrt fram hversu trúaður Hrafn var og
hversu trúrækilega hann lifði (sjá 19. kapítula). Þar kemur fram að kvöldið
fyrir dauða sinn dáðist hann að píningu heilags Andrésar, og þegar bær
hans var umkringdur söng hann óttusöng í logandi húsum og lá síðan á
bæn og felldi tár með mikilli iðran. skiptir varla máli þótt safnandi sleppti
hér tilboði Hrafns um að gefa sig á vald Þorvaldi til friðar öðrum.
safnandinn tók líka með Prestssögu Guðmundar Arasonar, sem bendir
ekki til að markmiðið hafi verið að fella niður kirkjulegt eða trúrækilegt
efni. Raunar er jarteinum sleppt, safnandinn hefur kannski verið tortrygg-
inn á vatnsvígslur Guðmundar. en köllun Guðmundar til að verða prestur
og biskup kemur skýrt fram og enn fremur að hann hafi verið guði
þóknanlegur. ekkert er dregið úr upprunalegri fylgni í Prestssögunni við
kirkjuvaldsstefnuna. Þegar safnandinn breytti textanum vakti fyrir honum
„að auka hraða frásagnarinnar og hlutlægni og aðlaga hana formi annarra
texta í samsteypunni“.41
enn er á það að líta að safnandinn hugðist taka með sögu Þorláks bisk-
ups, eftir því sem segir í Formálanum, en það fórst fyrir. Af þessu verður
ráðið að því fer fjarri að hann hafi amast við kirkjulegu eða guðrækilegu
efni. frásögnin um reynilundinn á skarði bendir til hins sama.
40 stephen norman tranter, Sturlunga saga. The Rôle of the Creative Compiler, europäische
Hochschulschriften 1, Deutsche sprache und Literatur 941 (frankfurt am Main: Peter
Lang, 1987), 31–50.
41 sjá um þetta, úlfar Bragason, Ætt og saga, 208, samanber 193–210.
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ