Gripla - 20.12.2012, Page 69
67
II. MARkMIÐ
1. Hernaðarhyggja úr sögunni?
kunnugt er að stormar ófriðar geisuðu á íslandi undir lok þjóðveldis en allt
datt í dúnalogn með konungsvaldi sem lægði storma og stríð. íslendingar
þráðu frið, eins og Gamli sáttmáli 1262 ber með sér, og þeir fengu hann.44 og
þeir sem ekki treysta Gamla sáttmála 1262 gætu litið til þess að stórbændur
nyrðra daufheyrðust við að samþykkja aðkomna höfðingja sem goðorðs-
menn 1255, töldu ófrið fylgja þeim.45 konungsvald var nægilega sterkt til
að halda þeim í skefjum sem ella hugðu e.t.v. á ófrið. víst er að sturla
Þórðarson dregur upp svo nöturlega mynd af limlestingum og dauða í
Íslendingasögu, sem tekin var með í Sturlungu, að eðlilegast virðist að líta á
það sem gagnrýni á stríð.
talað hefur verið um að samsteypan sýni áhuga á átökum milli ver-
aldlegra höfðingja, deilum þeirra og vígaferlum, út frá því sjónarmiði að
þeir hafi verið ófærir um að leysa deilumál og allt komist í óefni. stephen
tranter telur að Sturlunga sé tekin saman í varnaðarskyni, varað sé við
ófriði, lögð áhersla á sættir og mikilvægi þess að hafna ekki í svipuðum
ófriði og ríkti á sturlungaöld, úlfar Bragason telur að Sturlunga hafi verið
tekin saman vegna þess að höfðingjar þurftu að meta nýja stöðu eftir 1262
og lögðu áherslu á valdatilkall á grunni uppruna og auðs.46 Þetta skal rætt og
bent á að hvatinn muni hafa verið tengdur valdabaráttu upp úr 1320.
sturla Þórðarson var embættismaður konungs og vildi líklega ýta undir
þá ímynd af konungsvaldi að það eitt gæti tryggt frið.47 Þetta var sjálfsagt
aðalatriði í mörgum af hinum sjálfstæðu sögum sem steypt var saman
síðar meir í Sturlungu, og menn munu hafa verið uppteknari af friði og
44 um efasemdir um Gamla sátmála 1262, sjá Patricia Pires Boulhosa, Icelanders and the Kings
of Norway. Mediaevel Sagas and Legal Texts, the northern World 17 (Leiden: Brill, 2005).
um þetta hafa orðið skoðanaskipti sem varla er þörf á að reifa hér.
45 Sturlunga saga 2, útg. jón jóhanesson et al., 192 (sbr. um ætlaðan ofsa Þorvarðar
Þórarinssonar, sakir sem hann átti að svara og vandræði sem fylgdu því að taka við
honum).
46 sjá um þetta úlfar Bragason, „In the scriptorium of Sturlunga’s compiler,“ 471–472; sami,
Ætt og saga, 28.
47 Helgi Þorláksson, „sturla Þórðarson, minni og vald,“ 319–341.
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ