Gripla - 20.12.2012, Page 71
69
handtaka þá, dæma og e.t.v. lífláta. Hér má taka dæmi: Maður hét Árni
Þórðarson (f. 1315) og tók landið á leigu af konungi, með sköttum og
skyldum, í þrjú ár frá 1357. Hann var í hópi fjögurra manna sem tóku sig
saman um þetta og gerðist hirðstjóri með öðrum yfir Austfirðinga- og
sunnlendingafjórðungi. Árni hlýtur að hafa verið sæmilega efnum búinn,
fyrst hann var fær um þetta, og hann hefur talist vera í hópi helstu fyr-
irmanna. Hann lét sem umboðsmaður konungs handtaka og lífláta Markús
barkað, fyrir heimför hans að krossi í Landeyjum, og urðu af því eftirmál.
Árni deildi við einn af hirðstjórunum fjórum, jón Guttormsson, eftir að
þeir höfðu látið af störfum og kom til bardaga milli manna þeirra á alþingi
1360; þar voru tveir manna Árna særðir mikið, að sögn, og einn nokkuð.
smiður Andrésson, sem tók við hirðstjórn um land allt 1360, gaf Árna
Barkaðarmál að sök og lét taka hann af lífi, 18. júní árið 1361.49 samkeppni
um völd, vopnaburður og skærur einkenndu líf höfðingja.
Hver var svo Árni Þórðarson? Hann var sonur Þórðar kolbeinssonar
en sá kolbeinn var sonur Þórðar kakala. Líklegt er að Árna hafi verið ljúft
að rifja upp sögu langafa síns, Þórðar kakala, þessa mikla kappa og kon-
ungsmanns sem sagt er að innrætti mönnum sínum riddaralegar dygðir.
en Þórðar saga kakala var líklega miklu meira en örvandi frásögn fyrir
Árna; honum og öðrum var hún sennilega réttlæting fyrir völdum hans og
sönnun fyrir því að þar fór maður sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
tilvísun til fortíðar og afreka forfeðra var mikilvæg á 14. öld og um það
skal fjallað nánar.
2. Goðorðin gefin
í skýringum sínum á markmiðum með samsteypunni hefur úlfar Bragason
dregið sérstaklega fram ættrakningu í Geirmundarþætti og Haukdælaþætti,
og telur að þar hafi safnandi (Þórður narfason) fært fram rök fyrir völdum
sínum og valdatilkalli bestu manna.50 Hér skal fylgt svipaðri skoðun og
úlfar gerir og því haldið fram að Sturlunga í heild, frumgerð hennar, sé
röksemd fyrir valdatilkalli.51
49 einar Bjarnason, „Auðbrekkubréf og vatnsfjarðarerfðir,“ Saga 3 (1960–1963): 88–100.
50 úlfar Bragason, Ætt og saga, 36.
51 Þetta mun vera skoðun úlfars, sbr. grein hans „In the scriptorium of Sturlunga’s compiler.“
Hún kemur varla skýrt og eindregið fram í verki hans Ætt og saga, þótt hann dragi þar fram
mikilvægi ættrakningar í tengslum við metnað höfðingja og völd (sjá t.d. 36, 57, 103, 108,
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ