Gripla - 20.12.2012, Qupperneq 72
GRIPLA70
fyrst skal útskýrt að höfðingjar um 1300 sóttu ekki aðeins röksemdir
fyrir völdum aftur í fornöld. Á fyrstu árum 14. aldar, sennilega 1302,
samþykktu íslendingar Gamla sáttmála. Þar segir m.a.: „Item [einnig] að
íslenskir sé lögmenn og sýslumenn á landi voru af þeirra ætt sem að fornu
hafa goðorðin upp gefið“.52 Þessa kröfu hef ég sett í samband við gerðir
Landnámu, Hauksbók eftir Hauk erlendsson og Melabók, sem líklegast er
að snorri Markússon hafi tekið saman, eins og getið var.53 elsta varðveitt
gerð Landnámu er fyrrnefnd Sturlubók eftir sturlu Þórðarson; hann afhenti
konungi Hvammverjagoðorð (snorrungagoðorð) við lok þjóðveldis, a.m.k.
2/3 þess, og þurfti vart að halda því á loft sérstaklega. en Sturlungum
var mjög í mun að halda fram ættgöfgi enda voru synir Hvamm-sturlu
í fjórða lið frá Gils nokkrum snorrasyni, bónda sem fátt eða ekkert er
vitað um en mun þó hafa átt nokkuð undir sér fyrst hann hlaut konu í
þriðja lið frá snorra goða. fyrsti goðorðsmaður í karllegg sturlusona var
Þórður Gilsson, faðir Hvamm-sturlu. úlfar Bragason hefur sýnt að í ritum
Sturlungu eru það aðeins ættir sturlunga sem eru raktar lengra en til um
1120; þeir vildu vafalaust styrkja stöðu sína með tilvísun í fornar ættir og
valdahefð.54 í Eddu snorra sturlusonar eru ættir íslendinga raktar til tróju,
og Anthony faulkes telur að sturlungar hafi e.t.v. verið fyrstir íslendinga
til að rekja ættir sínar til Adams.55
257). Hann telur annars að valdastreita og vígaferli séu sett á oddinn í frumgerð Sturlungu,
og að menn ofsa og ófriðar séu þar gagnrýndir (t.d. 264–266). en merk og gagnleg bók hans
er sjálfsagt aðalhvati þeirrar greinar sem hér birtist og áherslunnar á mikilvægi ættgöfgi í
valdabaráttu.
52 jón jóhannesson, Íslendinga saga 2. Fyrirlestrar og ritgerðir um tímabilið 1262–1550
(Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1958), 248. Þetta ákvæði kemur fyrst fram í handriti á
15. öld og hefur þótt grunsamlegt af þeirri ástæðu, sbr. Boulhosa, Icelanders and the Kings of
Norway. er þó bágt að skilja að það komi fyrst inn þá, löngu eftir daga goðorðsmanna.
53 Helgi Þorláksson, „Ríkisvald gegn þingvaldi: fulltrúar vaxandi ríkisvalds takast á við full-
trúa þingvalds,“ Nordens plass i middelalderens nye Europa. Samfunnsomdanning, sentralmakt
og periferier. Rapporter til det 27. nordiske historikermøte, Tromsø 11.–14. august 2011, ritstj.
Lars Ivar Hansen et al., speculum Boreale 16 (stamsund: orkana Akademisk, 2011),
117–119.
54 úlfar Bragason, „the politics of genealogies in Sturlunga saga,“ Scandinavia and Europe
800–1350. Contact, Conflict, and Coexistence, ritstj. jonathan Adams et al., Medieval texts
and culture in northern europe 4 (turnhout: Brepols, 2004), 313 (sturlungar sem „nýir
menn“ á 12. öld), 317.
55 Anthony faulkes, „Descent from the gods,“ Mediaeval Scandinavia 11 (1978–1979): 100–
101, 102; sami, „the genealogies and regnal lists in a manuscript in Resen’s Library,“ Sjötíu
ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977, ritstj. einar G. Pétursson et al., stofnun