Gripla - 20.12.2012, Side 73
71
vandi hinna tveggja, Hauks og höfundar Melabókar, var kannski eink-
um að sýna fram á að þeir væru komnir af mönnum sem gáfu upp goð-
orðin við lok þjóðveldis, en fyrir því gátu þeir þó fært rök. Haukur var
kominn af lítt þekktum goða, flosa Bjarnasyni, og nefnir hann margoft.
Af einhverjum ástæðum hefur flosi goði þótt mikilvægur eins og marka
má á því að tveir synir sæmundar jónssonar í odda urðu tengdasynir
hans.56 Böðvar, föðurbróðir snorra, er líklegastur til að hafa afhent goðorð
Garðamanna (Lundarmannagoðorð) en Markús, faðir snorra, kann að hafa
talist eigandi líka.57
undarlegt mætti þykja ef þessi krafa, að miða við afhendingu goðorða,
hefur ekki komið fram fyrr en 1302; hún mun hafa verið komin fram all-
miklu fyrr og sturla Þórðarson er líklegur til að hafa stutt hana. Goðum
sem gáfu upp goðorð og afkomendum þeirra mun hafa þótt eðlilegt að
þeir gegndu störfum umboðsmanna eða sýslumanna, enda litið svo á að
þeir skyldu taka við af goðum, að breyttu breytanda, og ekki má gleyma
störfum lögmanna. Hins vegar olli Hákon konungur háleggur miklum
óróa á árunum eftir 1299 með því að senda hingað norska menn til að
gegna störfum lögmanna og sýslumanna. Þá ruddu sér líka til rúms „nýir
menn“, utan ætta stórgoðanna eða aðeins fjarskyldir þeim. Má líta svo á að
höfundarnir reki ættir sínar í Hauksbók Landnámu og Melabók m.a. í eins
konar varnarskyni fyrir völdum eða sem rök fyrir þeim. en víðar gætir í
Hauksbók viðleitni Hauks til að draga fram ættgöfgi sína og miðar hann þá
ekki einungis við flosa.58
ekki er ljóst hvort Þórður narfason taldist kominn af mönnum
sem gáfu upp goðorð en það er hugsanlegt. Þorgils snorrason á skarði
„fékk Þórði sturlusyni Þórsnesingagoðorð hálft“, eins og það er orðað.59
Þórður sturluson fékk hinn helminginn annars staðar. Þeir bræður á
Árna Magnússonar á íslandi, Rit 12 (Reykjavík: stofnun Árna Magnússonar á íslandi,
1977).
56 Þetta voru vilhjálmur prestur og filippus sem var goði; hinn síðarnefndi afhenti konungi
goðorð sem var hugsanlega komið frá flosa, jafnvel eign erfingja hans. filippus átti ekki
syni sem komust á legg en minnast má að kristófórus, sonur vilhjálms, var riddari. um
hann er annars fátt vitað.
57 sjá Helgi Þorláksson, „Ríkisvald gegn þingvaldi,“ 114–119.
58 Hauksbók udgiven efter de arnamagnæanske håndskrifter no. 371, 544 og 675, 4°, útg. finnur
jónsson et al. (kaupmannahöfn: Det kongelige nordiske oldskrift-selskab, 1892–1896),
444, 504–506.
59 Sturlunga saga 1, útg. jón jóhannesson et al., 235.
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ