Gripla - 20.12.2012, Page 74
GRIPLA72
skarði, Þorgils og narfi, voru prestar og gátu því ekki farið með goð-
orð.60 sama máli gegndi um Hauk prest, son Þorgils, og snorra prest á
skarði, son narfa. Það er hugsanlegt að ættin hafi átt goðorðshelminginn
áfram og afhent hann 1262. Það hefur kannski komið í hlut narfa prests
á kolbeinsstöðum, sonar snorra prests á skarði, að afhenda konungs-
valdi goðorðið hálfa, og gæti þetta, með öðru, skýrt frama skarðverja og
kolbeinsstaðamanna í þjónustu konungs.
3. Ætt og uppruni
ekki verður séð að í ættartölubálki Sturlungu séu komnar ættirnar sem
skilgreindar voru sem þær sem gáfu upp goðorðin. Bálkurinn er frá því
fyrir miðbik 13. aldar, eins og getið var, og er til skýringar á ættum sem
mest koma að málum í Sturlusögu og einkum Íslendingasögu. en segja má
að kjörið hefði verið fyrir safnandann að lagfæra þessar ættartölur og láta
þær þjóna undir kröfuna um að lögmenn og sýslumenn væru íslenskir og
af ættum þeirra sem gáfu upp goðorðin. Það gerði hann þó ekki og skal
það skýrt.
sú ógn sem stóð að hópi þeirra sem komnir voru af hinum gömlu
stórgoðaættum var að menn utan hans hlytu upphefð konungs og emb-
ætti. Þetta voru bæði norðmenn og svo „nýir menn“ innlendir, menn
sem voru ekki af gömlu ættunum. Dæmi um þá eru herrarnir Ásgrímur
Þorsteinsson, Þórður Hallsson og kolbeinn Auðkýlingur.61sjónarmið sem
afkomendur stórgoða vildu koma á framfæri voru e.t.v. helst:
a. í hópnum sem ætti að hafa völdin væru afkomendur stórgoða við
lok þjóðveldis, afkomendur höfðingja og ætta sem áttu fornar
rætur og höfðu staðist ófrið og ágang og varið hagsmuni sína,
margreyndar og rótgrónar.
60 Lúðvík Ingvarsson telur að þeir Þorgils og narfi hafi átt goðorðshelminginn saman; hann
gerir hins vegar ráð fyrir að Þórður sturluson hafi eignast goðorðið, það hafi verið gefið,
sbr. Goðorð og goðorðsmenn 3, 111, 112. Hvergi mun þó tekið fram að goðorðshelmingurinn
hafi verið gefinn.
61 kolbeinn mun hafa verið sonur Bjarna á Auðkúlustöðum sem sór Gamla sáttmála 1262.
Ásgrímur eignaðist ekki konu af stórgoðaættum en sonur þeirra, eyjólfur, var engu að síður
orðinn herra 1299.