Gripla - 20.12.2012, Síða 75
73
b. feður og forfeður hópsins létu af hendi goðorð til konungs við
lok þjóðveldis og fengu þau aftur að léni og við þá skipan skyldi
miðað.
Hið síðarnefnda átti við um oddaverja og vafalaust einnig Haukdæli (Giss-
ur Þorvaldsson) og Þórð kakala. Hópurinn sem setti fram kröfuna 1302
vildi sjálfsagt sambærilega umbun áfram, vildi fá að sitja að embættum lög-
manna og umboðsmanna (sýslumanna). en ekki verður séð að Sturlungu sé
ætlað að fylgja eftir kröfunni um að þeir sem gáfu upp goðorðin og synir
þeirra nytu þess í umboðsstörfum á vegum konungs. í „samþykkt almúga“
frá 1306 og í hyllingarskjali vegna Magnúsar konungs eiríkssonar frá 1319
héldu íslendingar ekki lengur fram kröfunni um að lögmenn og sýslumenn
skyldu vera af ættum þeirra sem gáfu upp goðorðin, enda mun konungur
hafa daufheyrst við þeim.62 en sturla Þórðarson studdi sjálfsagt þessa kröfu
og hugsanlega Þórður narfason líka, og hefði hennar líklega átt að sjá
frekari staði í gerð Króksfjarðarbókar af Sturlungu, hafi Þórður tekið hana
saman. Hefði þá t.d. mátt vænta yfirlits yfir fjölskyldur sem afhentu goð-
orð við lok þjóðveldis. um 1320 var uppgjöf goðorða ekki aðalatriði lengur
heldur ættgöfgi almennt.
viðhorfin breyttust, hinar gömlu stórgoðaættir og „nýir menn“ runnu
saman, svo að segja. í Geirmundarþætti er t.d. að lokum fjallað um herra
kolbein Bjarnason Auðkýling, sem verður að túlka sem „nýjan mann“,
og sagt frá göfugu kvonfangi hans. Hann virðist alveg viðurkenndur af
gömlu valdaættunum snemma á 14. öld, enda hlaut hann konu af kyni
oddaverja. Mun svo að skilja að margir hinna „nýju manna“ hafi um 1320
eða fyrr verið samþykktir af hinum gömlu ættum og teknir inn í þær. Hafi
aristókratar af gömlu ættunum talið eitthvað skorta á í fari bændasonanna
kolbeins Bjarnasonar og Þórðar Hallssonar átti það vart við um syni þeirra,
Benedikt kolbeinsson, sem varð sýslumaður 1323, og Loft Þórðarson, sem
einnig mun hafa gegnt sýslumannsstarfi.63 Herra eiríkur sveinbjarnarson
var vissulega bóndasonur, en faðir hans, sveinbjörn súðvíkingur, mun hafa
62 jón jóhannesson birtir texta þessara skjala, sbr. Íslendinga saga 2, 274–275, 293–294.
Geymdin er ekki góð og sumt tortryggilegt í „samþykkt almúga“, en þó verður ekki betur
séð en túlkun jóns sé í aðalatriðum rétt.
63 Lárentíus saga, útg. Guðrún Ása Grímsdóttir, Biskupa sögur 3, íslenzk fornrit 17 (Reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag, 1998), 383–384; einar Bjarnason, Íslenzkir ættstuðlar 3 (1972),
142–4, 153.
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ