Gripla - 20.12.2012, Page 77
75
t.d. ólafur tottur, stuðningsmaður Gissurar Þorvaldssonar, og föðurbróðir
snorra Markússonar var Þorleifur í Görðum Þórðarson sem gerðist maður
Þórðar kakala, fulltrúa konungs;66 ætla verður að Markús, faðir snorra,
hafi fylgt Þorleifi bróður sínum að málum. var vafalítið gagnlegt afkom-
endum þeirra að halda slíku á lofti. í Sturlungu kemur fram að Ásgrímur
Þorsteinsson studdi konungserindi ákaft, eins og bróðir hans, eyjólfur ofsi,
gerði áður. Þá sakaði varla fyrir Auðkýlinga að í Íslendingasögu í Sturlungu
kemur fram vísbending um að Bjarni á Auðkúlustöðum, faðir herra
kolbeins, var stuðningsmaður Gissurar Þorvaldssonar. eins var gagnlegt
herra Þórði Hallssyni og fjölskyldu hans að nefnt er í Þórðar sögu kakala að
Hallur á Möðruvöllum gekk næstur goðaefninu Brandi kolbeinssyni að
virðingu fyrir norðan land.67 Þannig mætti lengi telja.
4. Mikilvægi hins bláa blóðs og valdahefðar
úlfar Bragason vitnar til erlendra sagnfræðinga um að ættrakningar höfð-
ingja á miðöldum séu rökstuðningur fyrir rétti til valda. Þótti þá kostur
að geta rakið ættir langt aftur í tímann og minna um leið á afreksverk og
hetjudáðir.68 Þetta skal reynt að reifa nokkru nánar.
Ættrakningu til ættstórra forfeðra fylgdu röksemdir um hæfni til að
stjórna og að takast karlmannlega á við óvini sína í hernaði. Menn gátu
verið ágætir og miklir af sjálfum sér en mikilvægast var þó sennilegast
fyrir frama að geta vísað til göfugs uppruna og öflugra forystumanna
meðal forfeðra. Hugmyndin var sú að sumar ættir væru öðrum hæfari til
að gegna höfðingjahlutverki, vera í forystu. í Geirmundarþætti er útskýrt
hvernig getan til forystu erfist, tengist blóði. Þeir Geirmundur og bróðir
hans höfðu mikinn kraft og táp sem ambáttarsoninn Leif skorti með öllu.
Þorgils oddason á staðarhóli var „nýr maður“, bóndasonur, en af hinu
kunna kyni Reyknesinga í móðurætt. í Þorgils sögu og Hafliða er hins
vegar lögð áhersla á að föðurættin hafi ekki verið ómerk, Þorgils væri
kominn af Geirmundi enda reyndist hann tápmikill og tók við goðorði frá
móðurættinni.69 frá Þorgilsi voru síðan margir komnir, svo sem vigfús
66 Honum hlýtur að hafa verið fyrirgefið að hafa stutt skúla hertoga gegn Hákoni konungi.
67 Sturlunga saga 1, útg. jón jóhannesson et al., 496; 2, 21.
68 úlfar Bragason, Ætt og saga, 57, 108.
69 Sturlunga saga 1, útg. jón jóhannesson et al., 13 (um föðurættina: „sjá kynsþáttur Þorgils
oddasonar er sumum ókunnari en Reyknesinga”).
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ