Gripla - 20.12.2012, Síða 78
GRIPLA76
Gunnsteinsson, goði á staðarhóli, og Þorsteinn böllóttur sjálfur. Þóra yngri
í Haukdælaþætti átti til stórmennis að telja; hún var hörð í skapi og sonur
hennar var Gissur Þorvaldsson, öðrum röskari og sigursælli og varð loks
jarl. Hér er því verið að vísa til ættgengra hæfileika eða kosta sem töldust
prýða höfðingja.
Guðrún nordal hefur einmitt lagt áherslu á hina aristókratísku hlið
sem birtist í Geirmundarþætti. Hún bendir á að Geirmundur muni vera
eini landneminn sem talið var í Landnámu að væri vafalaust konungssonur.
Hún skrifar um Geirmund og Sturlungu: „Geirmundr is exceptional and
his story serves to lay the groundwork for the aristocratic perspective dom-
inant in the compilation“.70
ósjaldan hefur verið bent á Hrafnkelssögu um þá skoðun að sumir væru
öðrum hæfari að veita forystu, vera fyrir mönnum. Þar kemur einmitt fram
sá boðskapur að hæfni til að stjórna sé aðeins sumum gefinn. sá sem tók
við völdum af Hrafnkeli reyndist með öllu vanhæfur; Hrafnkell tók honum
langt fram í hæfni og getu til að stjórna. Þeir sem sögðu söguna undir lok
13. aldar réttlættu ríkjandi höfðingjavald með tilvísun til fortíðar. Þar gilti
bæði ættgöfgi og valdahefð.71
í þessu samhengi hefur sagnfræðingurinn David Crouch teflt fram
hugtakinu preudomme, sem hann finnur í ýmsum ritum 12. aldar. Þess
háttar maður, preudomme, var reyndur í hernaði og hugaður, hafði taumhald
á ofbeldi, var umsvifamikill í veraldarvafstri, sæmilega efnaður og örlátur,
skynsamur maður sem gaf góð ráð. Hann var því eftirsóttur bandamaður
og naut virðingar. stórhöfðingjar kölluð slíka menn til þjónustu og þeir
voru agaðir og háttvísir, harðir við þóttafulla, mildir við alþýðu. Þeir voru
lögfróðir og traustir, kirkjuræknir og kurteisir. Ruddalegir riddarar 13.
aldar skyldu taka sér slíka siðfágaða menn til fyrirmyndar og líkjast þeim.72
en það var ekki öllum gefið.
70 Guðrún nordal, „the contemporary sagas and their social context,“ Old Icelandic Literature
and Society, ritstj. Margaret Clunies Ross, Cambridge studies in Medieval Literature
(Cambridge: Cambridge university Press, 2000), 226.
71 sveinbjörn Rafnsson, „um Hrafnkels sögu freysgoða, heimild til íslenskrar sögu,“ Saga
34 (1996): 69; vísar og til klaus von see um þetta (45) og sigurðar nordal um svipuð atriði
(39–40).
72 David Crouch, The Birth of Nobility. Constructing Aristocracy in England and France 900–
1300 (Harlow: Parson/Longman, 2005), 1–56.