Gripla - 20.12.2012, Side 79
77
í riddarabókmenntum er lögð áhersla á hugrekki, líkamlegan styrk
og baráttuþrek (e. prowess). slíkur kraftur og geta töldust ættgeng og eft-
irsóknarverð. styrk sínum beitti riddarinn í þágu herra síns og ætlaðist
til umbunar, heiðurs, lands og göfugs kvonfangs.73 en styrkinn þurfti að
tempra og gerð var krafa um kurteisi og siðfágun. samkeppni var hörð,
auður, æðstu metorð og göfgustu mægðir urðu hlutskipti færri en eftir
sóttust. Blátt blóð var mikilvægt en ekki auðfengið.
Göfugt ætterni, eða öllu heldur vísun í blátt blóð, sem taldist líklega
einkum koma fram í rakningu ættar til frægra konunga, skipti þá máli
sem sóttust eftir metorðum; í fornaldarsögum birtist aðdáun á fornkon-
ungum, þær sýna að menn 13. og 14. aldar gerðu sér títt um þá. Ættartölur
gáfu ættum íslenskra fyrirmanna kost á að tengjast fornkonungum eins
og Ragnari loðbrók, sem menn þóttust greina í blámóðu tímans. Haukur
erlendsson hampaði Ragnari loðbrók og sonum hans með því að taka með
í Hauksbók Ragnars sona þátt. frá Ragnari töldust vera komnir landnem-
arnir Auðun skökull í víðidal, Höfða-Þórður í skagafirði og óleifur
feilan í Dölum, og til þeirra röktu margir ættir sínar. í Njálu er eyjólfur
Bölverksson t.d. ávarpaður þannig: „þú er ættaður svo vel sem allir eru, þeir
er komnir eru frá Ragnari loðbrók. Hafa foreldrar þínir ávallt í stórmælum
staðið“.74
konungsblóð frá Ragnari skipti höfuðmáli ekkert síður en konungs-
blóð frá Geirmundi, en auðvitað þurftu menn að sanna sig sjálfir, sanna
ætterni sitt með röskleika, hæfni og réttri framkomu. stundum er látið eins
og oddaverjar hafi verið heppnir að hljóta konungsblóð með Þóru, móður
jóns Loftssonar, líkt og tilviljun hafi ráðið. Aðalatriðið var að norska kon-
ungsættin viðurkenndi skyldleikann og það bendir til að oddaverjar hafi
þótt hafa eitthvað til brunns að bera. Þeir voru metnaðargjarnir og töldu
á fyrri hluta 12. aldar til skyldleika við skjöldunga í Danmörku.75 Loftur
hefur væntanlega þegar notið viðurkenningar tignarfólks í noregi þegar
hann kynntist Þóru.
Meginhugmyndin var sú að hæfileikar og geta erfðust mann fram
af manni, kynslóðum saman, og er það ekkert fjarstæðukenndara en sú
73 Richard W. kaeuper, Chivalry and Violence in Medieval Europe (oxford: oxford university
Press, 1999), 130–132, 144, 189–190.
74 Brennu-Njáls saga, útg. einar ól. sveinsson, íslenzk fornrit 12 (Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1954), 367.
75 faulkes, “Descent from the gods,” 98.
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ