Gripla - 20.12.2012, Page 81
79
eða grundvöllur fyrir slíkum lokuðum hópi var ættgöfgi, hið bláa blóð og
sú valdahefð sem fylgdi því.
Auðvitað má velta fyrir sér hvort tilgangurinn með Sturlungu hafi ekki
aðeins verið sá að halda til haga skemmtilegum sögum og fróðleik, hvað
sem leið ættgöfgi. Þá er þess að gæta að það var töluvert átak að taka saman
Sturlungu í Króksfjarðarbók, og Geirmundarþáttur og Haukdælaþáttur benda
til að safnandinn og ætlaðir frumkvöðlar að baki honum hafi haft ákveðin
markmið í huga sem lýst er í köflunum hér á undan.
í hópi metnaðarfullra manna, sem sóttust eftir hirðvist og vildu ganga
í konungsþjónustu og hljóta upphefð, svo sem embætti sýslumanns eða
lögmanns eða herratitil, var sjálfsagt áhugi á að draga fram göfugt ætterni
með rætur á 12. og 13. öld, ef unnt var. Með því fylgdi tilvísun til valda-
hefðar í ættinni. Þá var mikilvægt að draga fram afrek forfeðra í hernaði
og þjónustu við konungserindi, væri þess kostur. í ljósi þessa ber að skoða
Sturlungu og það er kannski fátt því til fyrirstöðu að rit eins og hún hafi
verið kunnugt við norsku hirðina.79 foringjar íslensku hirðarinnar, hirð-
stjórarnir, hafa a.m.k. getað sótt vitneskju í Sturlungu og útskýrt ættarsögu
íslenskra manna fyrir norsku hirðinni, ef þurfa þótti. og það mátti lesa
upphátt úr henni valda kafla um forfeður þegar hentaði.
5. Hugsanlegir frumkvöðlar
í þessum kafla verður miðað við að Þorsteinn böllóttur hafi tekið saman
eldri gerð Sturlungu, enda kemur hann ekkert síður til greina en narfasynir
sem dóttursonur ketils Þorlákssonar, prests og lögsögumanns, og að ýmsu
leyti betur.80 Þorsteinn var á besta aldri um 1330 og mun hafa orðið ábóti
1344. en hann hefur varla átt upptökin að svo miklu verki sem Sturlungu;
sennilegra virðist að frumkvöðullinn hafi verið veraldlegur forkólfur
79 sjá um þetta Guðrún nordal, „var Þorgils saga skrifuð í noregi?“ Sturlaðar sögu sagðar
Úlfari Bragasyni sextugum, 22. apríl 2009 (Reykjavík: Menningar- og minningarsjóður
Mette Magnussen, 2009), 27–31.
80 kannski þykir ótrúlegt að maður sem ekki var af Haukdælaætt hafi samið Haukdælaþátt.
Gegn því má benda á eftirtalið: a. Mosfellingar og Haukdælir voru almennt mikilvægir og
hlaut því að vera víða getið og loflega, óháð ættarmetnaði; b. Þorsteinn böllóttur kann vel
að hafa fengið söguna um Þórurnar frá ömmu sinni; c. aðalatriðið í þættinum, eins og í
Geirmundarþætti, er blátt blóð og hæfni og kraftur sem fylgdi vissum ættum; d. ritbeiðendur
hafa hugsanlega talið mikilvægt að gera mikið úr hlut Gissurar jarls, sbr. neðar.
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ