Gripla - 20.12.2012, Síða 82
GRIPLA80
frekar en kanúki eða ábóti, Þorsteinn hafi aðeins verið ráðinn til að vinna
verkið. sem frumkvöðlar virðast einkum koma til greina herra ketill
á kolbeinsstöðum, foringi íslensku aristókratíunnar, og þeir sem stóðu
honum næstir.
Herra ketill Þorláksson var titlaður hirðstjóri. Hann var fjórði
maður frá katli presti og lögsögumanni, sonur herra Þorláks lögmanns
narfasonar og bóndi á kolbeinsstöðum. Hann var hirðstjóri á íslandi og
var herraður í utanför 1313 til 1314 og hefur líklega þá þegar orðið foringi
íslensku hirðarinnar. snorri narfason á skarði, föðurbróðir hans, var
lögmaður frá 1308 og þeir fóru t.d. saman til noregs 1319 vegna hyllingar
konungs; þá taldist ketill fremstur veraldlegra höfðingja á íslandi. ketill
var titlaður „hirðstjóri á íslandi“ árið 1321. Hvort þar er átt við embætti eða
eingöngu forystu fyrir riddurum og öðrum handgengnum á landinu er ekki
ljóst.81 Hirðstjórninni mun hann hafa haldið til æviloka 1341, en jafnframt
fór hann með sýsluvöld. um 1320 voru íslenskir riddarar fimm eða sex,
um fjölda vopnara er alveg óljóst, en hirðmenn eða handgengnir voru mun
fleiri en riddarar.82 fyrir þessum hópi fór ketill.
Ættgöfgi ketils og ættmenna hans (kolbeinsstaðamanna, skarðverja)
var óumdeild en þó vafalaust gagnlegt fyrir þá að vekja á henni athygli.
skarðverjar höfðu fyrrum farið með goðorð en kusu friðsamleg störf á 13.
öld, eins og fram er komið, voru prestar en þó áhrifamenn í pólitík, engu
að síður, enda efnaðir. Hin ætt ketils, kolbeinsstaðamenn (Hítdælir),
voru líka prestar en létu til sín taka sem lögsögumenn. Það hefur líklega
gagnast þeim vel að Halldóra, kona ketils lögsögumanns (d. 1273), var
systir Gissurar jarls.
snorri prestur á skarði var langafi herra ketils og er lýst svo í Þórðar
sögu kakala við árið 1243: „manna auðgastur á vestfjörðum. Hann var
og göfugur að ætt“. ekki er svo að skilja að allir skarðverjar hafi valið
kirkjuleg störf eða frið; synir snorra tveir tóku þátt í herferðum með
sturlungum og fengu örkuml á Örlygsstöðum, svo sem frá segir greinilega
81 um hlutverk hirðstjóra á fyrri hluta 14. aldar og þróun starfsins hefur verið nokkur ágrein-
ingur; sjá einkum Axel kristinsson, „embættismenn konungs fyrir 1400,“ Saga 36 (1998):
134–146; Randi Bjørshol Wærdahl, The Incorporation and Integration of the King’s Tributary
Lands into the Norwegian Realm c. 1195–1397, transl. Alan Crozier, the northern World
53 (Leiden: Brill, 2011), 210–218.
82 jón jóhannesson, Íslendinga saga 2, 290–301. jón benti á að snorri lögmaður hefði ekki
verið herraður, og fannst það „einkennilegt“.