Gripla - 20.12.2012, Page 84
GRIPLA82
nöfn frumkvöðla og safnanda eru ekki aðalatriði heldur hitt, úr hvaða
röðum samfélagsins þeir komu sem réðust í hið mikla verk og hvað vakti
fyrir þeim. Þeir hljóta að hafa átt mikið undir sér, verið valdamenn. Þess
vegna er líklegt að Sturlungu hafi verið ætlað að styrkja völd þeirra og
hugmyndafræði.
6. Reykjarfjarðarbók
svo virðist sem fylgt hafi verið ákveðinni ritstjórnarstefnu í frumgerð-
inni þegar ákveðið var hvað fellt skyldi niður eða ekki tekið með. vekur
þá einkum athygli að lítið kemur fram um það í Króksfjarðarbók í hverju
var einkum fólgin fyrirstaða meðal landsmanna við konungserindi, og er
þó ljóst að hún var töluverð um 1250. verður helst ráðið af Þorgils sögu
skarða í hverju hennar gætti og meðal hverra, en sagan var ekki tekin með
í Króksfjarðarbók. Menn Þórðar kakala mótmæltu konungserindi sem
Þorgils skarði bar fram í Borgarfirði árið 1252; þeir töldu sér ekki skylt að
hlýða konungi þótt hann hefði eignast goðorð í héraðinu. eign goðorða
nægði ekki til valda, samþykki bænda þurfti og til og á því stóð. í forystu
gegn konungserindi var Þorleifur í Görðum og naut stuðnings Hrafns
oddssonar og sturlu Þórðarsonar, bandamanna Þórðar kakala, eins og
fram kemur í Þorgilssögu. konungur hélt Þórði í noregi en skýring þess
að þeir félagar studdu Þórð til valda á íslandi, þótt hann kæmi fram í nafni
konungs, mun hafa verið sú að þeir gerðu sér vonir um að hann yrði jarl og
tiltölulega sjálfstæður gagnvart konungi. Þeim fannst konungur ekki virða
skipan Þórðar á yfirstjórn héraða og létu óánægju sína óspart í ljós.87
spyrja má hvort Þorgilssaga hafi ekki verið höfð með í frumgerð
Sturlungu af því að hún snerist að miklu leyti um andúð á konungs-
erindi eða fyrirstöðu við því. sama máli gegnir um Sturluþátt þar sem
segir frá baráttu sturlu Þórðarsonar gegn fulltrúum konungs; sturla var
að lokum hrakinn úr landi á fund konungs 1263, eins og fram kemur í
þættinum. Sturluþáttur er ekki í Króksfjarðarbók frekar en Þorgilssaga, en
87 Helgi Þorláksson, „var sturla Þórðarson þjóðfrelsishetja?“ Sturlustefna. Ráðstefna haldin
á sjö alda ártíð Sturlu Þórðarsonar sagnaritara 1984, ritstj. Guðrún Ása Grímsdóttir et al.,
stofnun Árna Magnússonar á íslandi, Rit 32 (Reykjavík: stofnun Árna Magnússonar á
íslandi, 1984), einkum 129–136.