Gripla - 20.12.2012, Page 85
83
bæði verkin eru hins vegar í annarri gerð Sturlungu, Reykjarfjarðarbók.
Þetta handrit er talið vera frá því u.þ.b. 1375–1400.88
Annað efni sem bætt var við í Reykjarfjarðarbók, og hlýtur að vera
fest á skinn á 13. öld, snertir ekki síst Þórð kakala og tengist því ýmist að
hann hafi ekki verið einarður í stuðningi við konung eða menn hafi ekki
fylgt honum dyggilega eða farið að fyrirmælum hans.89 Þannig kemur
fram í kafla sem bætt er við í Reykjarfjarðarbók að Þorvarður Þórarinsson
hafi ekki fylgt úrskurði Þórðar um málefni sæmundar ormssonar. Þegar
menn Þórðar hittust svo að sæmundi vegnum, til að átta sig á kring-
umstæðum, skarst Þorleifur í Görðum úr leik og var það ekki tekið með
í gerð Króksfjarðarbókar. Þess er þá að minnast að Þorleifur var afabróðir
Þorsteins böllótts. einnig var bætt við kunnri frásögn um endalok Þórðar
kakala. tvennt er einkum athyglisvert í henni, annað að konungur tók
Þórði „eigi margliga“, m.ö.o. fálega, og hitt að Þórður lýsti því yfir 1256,
þegar hann skyldi loks sendur til íslands eftir langa fjarvist, að hann myndi
ekki fara aftur til noregs. Það hlaut að teljast ávísun á uppreisn gegn
konungi. Hafi safnandi frumgerðar sleppt þessum atriðum kerfisbundið
og vísvitandi hefur vakað fyrir honum að láta líta svo út sem Þórður hafi
verið einarður í stuðningi sínum við konung og menn hans fylgt honum
dyggilega. Þetta snerti ekki síst Þorleif í Görðum og hið gagnstæða gat
verið viðkvæmt í augum Þorsteins böllótts.90
Á seinni hluta 14. aldar komst aristókratía á fastan fót, að mati
sigríðar Beck.91 Þá er m.a. átt við afmarkaðan hóp sem mægðist inn-
byrðis. Hópurinn skar sig væntanlega úr og aðhylltist svipaða menn-
ingu og hugmyndir. Margt bendir til að íslenskir fyrirmenn á 14. öld hafi
haft áhuga á hirðlögum92 og þar með hirðmennsku og riddaramennsku.
frumsamdar íslenskar riddarasögur benda m.a. til þess. Má því láta sér
detta í hug að almennur áhugi á veru íslenskra manna við norsku hirðina
hafi vakið áhuga á Þorgils sögu skarða og Sturluþætti. Aðalatriðið mun þó
88 Ordbog over det norrøne prosasprog, 433.
89 Ágætt yfirlit yfir þetta efni er í grein Guðrúnar nordal, „to dream or not to dream: A
question of method.“
90 í gerð Reykjarfjarðarbókar hefur líka verið skotið jarteinum sem tengjast Guðmundi Ara-
syni, en aftast var sett Árna saga biskups.
91 sigríður Beck, I kungens frånvaro, 239–240.
92 Hirdskråen. Hirdloven til Norges konge og hans håndgangne menn. Etter AM 322 fol, útg.
steinar Imsen (ósló: Riksarkivet, 2000), 18–19, 51–53.
STURLUNGA – tILuRÐ oG MARkMIÐ