Gripla - 20.12.2012, Síða 86
GRIPLA84
hafa verið að menn þorðu að draga fram efni sem þótti viðkvæmt áður, um
andstöðu við erindi konungs.
kannski mætti hugsa sér að andstaða gegn konungsvaldi hafi
verið svo löngu liðin að ekki hafi þótt tiltökumál að geta hennar í gerð
Reykjarfjarðarbókar, enda hafi eindrægni og samhugur ríkt meðal ís-
lenskra ráðamanna á seinni hluta 14. aldar og fullur stuðningur við mál-
stað konungs. svo var auðsæilega ekki. Ber líklega að skilja svo að gerð
Króksfjarðarbókar, eða öllu heldur frumgerð Sturlungu, sé komin frá
einhverjum sem voru hallir undir konungsvald sem taldist komið frá guði,
en hin yngri gerð hafi einkum átt upptök hjá þeim sem fylgdu þingvalds-
stefnu svonefndri.
Ég hef áður rökstutt að snorri lögmaður narfason og synir hans,
Guðmundur og ormur, hafi fylgt þingvaldsstefnu.93 snorri lögmaður
dó 1332 en Guðmundur sonur hans gegndi starfi sýslumanns og dó 1354.
ormur bróðir hans mun hafa verið yngri og var sýslumaður, lögmaður
og hirðstjóri; þeir bræður voru sjálfsagt handgengnir, hefðu varla orðið
sýslumenn annars. en ekki er að sjá að þeir hafi verið herraðir, frekar en
faðir þeirra, en kunna að hafa verið vopnarar.
taka má Gamla sáttmála 1302, „samþykkt almúga“ 1306, skilmálaskrá
1319 og Skálholtssamþykkt frá 1375 til vitnis um þingvaldsstefnu. snorri var
einmitt lögmaður 1319 og líklegt að hann hafi átt mikinn þátt í skilmála-
skránni. eins var ormur sonur hans lögmaður 1375 og mun hafa mótað
Skáholtssamþykkt.94
Með þingvaldsstefnu er átt við þá stefnu sem fræðimenn hafa nefnt
regimen politicum; var þá snúist öndvert við vaxandi ríkisvaldi og lögð
áhersla á að konungsvaldi bæri að virða vilja innlendra stofnana. Á íslandi
var það lögrétta og réttur hennar til að hafa áhrif á lagasetningu og velja
lögmenn sem mótaði þingvaldsstefnu. í öðru lagi snerist þingvaldsstefna
um að embættismenn væru innlendir. í þriðja lagi snerist hún um að ekki
mætti leggja á ný gjöld eða álögur. Áhersla var lögð á að virða gamla siði
og venjur um alla stjórn. Heitið þingvaldsstefna er valið með það í huga
93 sbr. Helgi Þorláksson, „Ríkisvald gegn þingvaldi.“
94 um Skálholtssamþykkt og tímasetningu hennar, sjá Helgi Þorláksson, „king and commerce.
the foreign trade of Iceland in medieval times and the impact of royal authority,“ The
Norwegian Domination and the Norse World c. 1100–1400, ritstj. steinar Imsen,
„norgesveldet“, occasional Papers no. 1, trondheim studies in History (Þrándheimi:
tapir Academic Press, 2010), einkum 163–166.