Gripla - 20.12.2012, Side 97
95uPPHAf MÁLDAGABókA oG stjóRnsÝsLu BIskuPA
kirkjum sem í talinu eru, og samanburði við þær vísbendingar aðrar sem
til eru um það.
fyrst er að átta sig á mun gerðanna fjögurra. varðveittar afskriftir
eru í raun fimm, en tvær þeirra (báðar í AM 214 8vo, a og b) eru eftir
sama forriti sem brot er einnig varðveitt af í sama handriti; sveinbjörn
birtir aðra þeirra og kallar A, afskrift Árna Magnússonar, en hin er
með hendi Helga Grímssonar frá um 1665. Önnur gerð kirknatalsins,
sem sveinbjörn kallar B, er skrifuð 1619 með hendi Björns jónssonar
á Skarðsá. Hún er varðveitt í AM 218 8vo cα, en í cβ er uppskrift Árna
Magnússonar á sama texta. Þriðju gerð talsins gefur sveinbjörn út í fyrsta
sinn, auðkennd C og varðveitt í stockh. Papp. 8vo nr. 25. Hún nær þó
aðeins til Austfirðingafjórðungs og hluta sunnlendingafjórðungs, og er
þar á ofan mjög ágripskennd. Hún sleppir fjörðunum algjörlega og hefur
engar kirkjur umfram hinar gerðirnar, utan þess áhugaverða fróðleiks að
kirkja hafi verið undir Ármannsfelli þar sem fjórðungsþing sunnlendinga
kom saman, en nú séu „ecki effter nema totternar Audar.“ (sveinbjörn
Rafnsson 1993, 99). Auk þess vantar í hana margar kirkjur á þeim svæðum
sem hún þó tekur til og virðist lítið upp úr eyðunum leggjandi, enda bendir
sveinbjörn á að afskriftin sé gerð eftir illlæsilegu forriti og mori í villum
og misskilningi (sveinbjörn Rafnsson 1993, 73–74). Þótt gerð þessi sé
sýnilega runnin frá frumlegra forriti en þekkja má af hinum gerðunum
telst hún svo brjáluð að gildi hennar fyrir þróunarsögu kirknatalsins er
lítið sem ekkert.
fjórða og síðasta gerð kirknatalsins, sem varðveitt er í átjándu aldar
handritinu js 390 8vo og auðkennd D af sveinbirni, sker sig frá A-
og B-gerð því að hún ber þess skýr merki að tilraun hefur verið gerð
til þess að uppfæra hana miðað við raunverulegar aðstæður, eins og
kirkju skipanin varð eftir umrót siðaskiptanna. umfram A og B hefur hún
skeggjastaði á Langanesströnd (eins og raunar C einnig), skriðuklaustur,
Berufjörð og Háls í Hamarsfirði, Hof og sandfell í Öræfum, Landakirkju
í vestmannaeyjum (byggð 1573, sbr. Alþingisbækur Íslands 4, 27) og odd-
geirshóla í flóa, auk nýju kirknanna fjögurra á snæfellsnesi sem stofnaðar
voru eftir 1563 (einnig í A og B). Hún fellir hins vegar úr kirkjur á
svínafelli í Öræfum, í Hörgsdal, svínadal í skaftártungu, Pétursey, Ásólfs-
skála, Gegnishólum í flóa, á esjubergi og Hofi á kjalarnesi, eyri í kjós,
kroppi í Borgarfirði, í Haffjarðarey og á saxahvoli, en engin þessara