Gripla - 20.12.2012, Side 98
GRIPLA96
kirkna hafði prestskyld þegar komið var fram á síðasta fjórðung sextándu
aldar. Þótt gerðin standi þannig miklu nær raunverulegri kirkjuskipan eftir
siðaskipti en hinar tvær hefur endurskoðunin alls ekki tekist fullkomlega,
enda heldur hún inni nokkrum kirkjum sem afar ólíklega eða ekki höfðu
prestskyld eftir siðaskipti (knappafell og Rauðalækur í Öræfasveit, skarð
eystra á Rangárvöllum, jólgeirsstaðir í Holtum og annar Laugardalurinn
í Biskupstungum), auk þess sem vel þekktar sóknarkirkjur á borð við
Hóla í Grímsnesi og úlfljótsvatn í Grafningi eru ekki teknar upp fremur
en í hinum gerðunum. Það er á hinn bóginn augljós vangá skrifarans að
sleppa Hofi og Refstöðum í vopnafirði, sem sést af því að samtala kirkna
í Austfirðingafjórðungi er sögð vera 49 en einungis 48 kirkjur eru þó
taldar í raun; skriðuklaustur virðist innskot og félli allt í ljúfa löð ef gert
væri ráð fyrir Hofi og Refstöðum. Með slíkri breytingu munar þremur
kirkjum í Austfirðingafjórðungi að D-gerðin samsvari Gíslamáldögum frá
um 1570: knappafelli og Rauðalæk er ofaukið en skarð á Meðallandi
vantar (sem stafað gæti af því að gerðin sé yngri en frá 1750, þegar
skarðskirkja var flutt í Hólmasel (sveinn níelsson 1949–1951, 47)). í
sunnlendingafjórðungi skeikar um átta kirkjur hið minnsta: ofaukið er
skarði eystra, jólgeirsstöðum og öðrum Laugardalnum, en Ásólfsskála,
aðra kirkjuna í vestmannaeyjum, klausturhóla, úlfljótsvatn og Hvalsnes
vantar, auk þess sem kirkjur á Hlíðarenda og í snjallshöfða, sem eru taldar
hálfkirkjur í Gíslamáldögum, eru með. í vestfirðingafjórðungi eru D-gerð
og sóknarkirkjual Gíslamáldaga samhljóma. Þar sem sauðlauksdal ætti að
telja stendur raunar „kirkia i Bæ“ en B-gerðin hefur „kirkia I dal“, og er
sýnilega ritvilla enda kirkja í saurbæ þegar talin. varla er hægt að draga
þá ályktun að sá sem breytti D-gerðinni hafi verið kunnugri vestanlands
en sunnan því að fyrir utan breytingarnar á kirkjuskipan á snæfellsnesi
1563, sem allar gerðir taka með í reikninginn, var kirknaskipan sýnu
stöðugri í vestfirðingafjórðungi en í hinum fjórðungunum tveimur eftir
miðja fjórtándu öld, enda minnstur munur milli gerðanna yfirleitt í þeim
fjórðungi. nær er að halda að D-gerð vitni um kunnugleika Austanlands,
enda er þar mestu breytt til samtíðarhorfs samanborið við A- og B-gerð, þó
einnig séu gerðar breytingar sem byggja á traustri þekkingu sumsstaðar í
sunnlendingafjórðungi, t.d. í flóa og á kjalarnesi. um það má sannfærast
enn frekar ef skoðaðar eru leiðréttingar D-gerðar á villum í forriti sínu
en það hefur staðið næst B. Höfundur D-gerðar gerir viðbætur (eykur