Gripla - 20.12.2012, Page 101
99uPPHAf MÁLDAGABókA oG stjóRnsÝsLu BIskuPA
að komast til messu. ytri Rauðamelur er langdýrasta jörðin í eyjarhreppi
– af þeim ástæðum einum er hún beinlínis líkleg til að hafa haft guðshús
skör hærra en önnur í sókninni – en á hinum sóknarendanum, enda hefur
hirðstjóra og biskupi þótt skynsamlegra að reisa nýja sóknarkirkju í miðri
sókn í Hrossholti (sem auk þess var minnkuð verulega því vestustu bæirnir
skyldu leggjast til Miklaholts). en í þetta skiptið hefur tregðulögmál
breyt inganna, að eins lítið breytist og mögulegt er, ráðið ferðinni og
kirkjan sem þegar var til staðar orðið sóknarkirkja í óbreyttri sókn; hefur
jóhann Bockholt staðfest þá skipan eftir að hann tók við hirðstjórn 1570
(Lbs 108 4to, bl. 522). eyjarhreppingar misstu að vísu prest sinn með
þessu því hin nýja sókn var lögð til kolbeinsstaða (sveinn níelsson 1949–
1951, 144) og sýnir það raunar, ásamt því að við gerðirnar er aukið Lóni
og Laugarbrekku en knerri haldið þótt aðeins hafi einn prestur þjónað
þessum þremur kirkjum eftir breytinguna á seinni hluta sextándu aldar,
að höfundar gerðanna töldu skrána ná til sóknarkirkna en ekki prestsetra,
eins og hún hafði þó upphaflega gert. víst er að sóknarkirkja hefur ytra
Rauðamelskirkja ekki orðið fyrr en eftir 1570 og eru gerðirnar því ekki
eldri en það. D-gerð hlýtur einnig að vera yngri en stofnun Landakirkju
1573, en vel mega þó allar gerðirnar vera nokkrum áratugum yngri en
þessar breytingar á kirknaskipan því engar nýjar sóknarkirkjur voru
stofnaðar í stiftinu að þeim loknum fyrr en á átjándu öld. undantekningin
er flutningur kirkjunnar á Reykjum í Ölfusi til valla um þrjátíu ára skeið,
að líkindum undir lok sextándu aldar og í upphafi þeirrar sautjándu, en
oddur einarsson á að hafa boðið Álfi Gíslasyni bónda á Reykjum að
byggja hana aftur á Reykjum. Það hefur verið fyrir dauða odds 1630 en
þó varla löngu fyrr því Álfs er fyrst getið sem lögréttumanns 1631 og hann
lifði fram yfir 1676, og hefur því ekki verið löngu tekinn við búi þegar
biskup lést (AM 66a 8vo bl. 42a–43ª; Hálfdan jónsson 1979, 244; einar
Bjarnason 1952–1955, 3). elsta afskriftin, B-gerð Björns á skarðsá, er ársett
1619 og hlýtur þá kirkjan að hafa verið enn á völlum; má af því ráða að
forrit Björns sé eldra en flutningur Reykjakirkju, sem tæplega hefur getað
verið mikið fyrr en 1590. Böndin berast þannig að árunum milli 1570 og
1590 sem ritunartíma forrita A- og B-gerða, þeirra sem bættu við nýlegum
breytingum á kirkjuskipan, þótt ekki sé með öllu ómögulegt að forrit A sé
frá því milli 1620 og 1665 þegar elsta varðveitta afskriftin er gerð.