Gripla - 20.12.2012, Síða 103
101uPPHAf MÁLDAGABókA oG stjóRnsÝsLu BIskuPA
frá Reynivöllum ef prestur fæst eigi. veruleg staðamálalykt er af þessum
máldaga og gæti hann því verið frá því um 1180 í fyrsta lagi, og er ársettur
þannig í fornbréfasafni (DI 1, 266). Hann gæti þó einnig sem best verið
frá fyrri tveimur þriðjungum þrettándu aldar. Ákvæðið um að sá sem býr á
Ingunnarstöðum ráði hvort þar sé prestur gæti bent til þess tíma er staðir
gátu verið á hendi leikmanna, t.d. erfingja gefandans, en í lok máldagans er
hnykkt rækilega á forræði biskups: „Biscops handsol ero a þessum circio
fiam ollom. oc hann a valld oc forræþe einn at kavpa þessom kirkio fiam
sva sem hann vill oc þa er hann vill til þurþar oc til miclonar vm fe eþa
afvinno.“ Þessi klausa er mögulega viðbót við upphaflegan texta, en hún er
kirkjuréttarlega ótraust að því leyti að biskupi er gefið vald til að minnka
eign kirkjunnar; afar ólíklegt virðist að menn hefðu komist svo óvarlega
að orði á lagastaglstímum Árna biskups Þorlákssonar eða síðar. Merkingin
er hins vegar skýr: hvað sem að öðru leyti vakti fyrir jóni presti hefur ekki
verið litið á gjöf hans sem staðarstofnun – hvorki í tólftu aldar skilningi
né enn síður í skilningi sættagerðarinnar í Ögvaldsnesi 1297 – heldur
hafa kirkjufé á Ingunnarstöðum í raun orðið eign skálholtsdómkirkju, og
skálholtsbiskupar þá farið með jörðina eins og hverja aðra stólseign með
hálfkirkjuskyld. Þótt kirkjan á Ingunnarstöðum ætti alla heimajörð, og væri
því staður í tæknilegum skilningi, var hún þó hvorki sóknarkirkja né einu
sinni alkirkja. Þótt rífleg heimanfylgjan hefði vel getað staðið undir presti
var lítil þörf á honum (sjá almennt Magnús stefánsson 2000, 129–70).
Aðrir bæir í Brynjudal hafa átt sókn til Reynivalla áður en jón gaf
Ingunnarstaðakirkju jörðina, og hefur ekki þótt ástæða til að breyta því eða
skerða rétt Reynivallakirkju til að koma upp lítilli sókn í Brynjudal, eins
og gjöfin hefði getað orðið tilefni til. Dæmi um slíkar smásóknir stofnaðar
innan stærri sókna eru nokkur (t.d Búðardalur á skarðsströnd og kirkjuból
í skutulsfirði), en á Ingunnarstöðum var slíkt ekki uppi á teningnum.
fleiri dæmi eru um hálfkirkjur með prestvist, t.d. á tjaldanesi í saurbæ.
samkvæmt máldaga hennar, að líkindum frá öðrum fjórðungi þrettándu
aldar (DI 1, 466), var Árna bónda heimilt að halda þar prest meðan hann
byggi sjálfur „ok sonr hans. ef hann er prestr.“ Heimildin var, með öðrum
orðum, tímabundin enda fóðrin mun rýrari en á Ingunnarstöðum, aðeins 10
hundruð fjár. tjaldanes er ekki í varðveittum gerðum kirknatalsins öfugt
við vík á seltjarnarnesi, þar sem einnig var valkvæð prestvist: „skal vera
heimilisprestur ef bonde vill.“ (DI 3, 340). vera má að kirknatalið hafi í