Gripla - 20.12.2012, Side 104
GRIPLA102
öndverðu ekki einungis tekið til kirkna með prestskyld heldur einnig þeirra
sem möguleika höfðu á prestvist án þess að hún væri áskilin, og útilokar
það ekki að prestar hafi í raun og veru verið bæði á Ingunnarstöðum og í
Reykjavík. Á móti því mælir þó valkvæð prestvist á stóra Ási í Hálsasveit
samkvæmt máldaga sigvarðar biskups (1238–1268) (DI 1, 594), en sú kirkja
hefur ekki ratað í kirknatalið. Ingunnarstaði gæti því vantað í A-gerð af því
að þeir hafi ekki verið í upphaflega kirknatalinu, annaðhvort af því að gjöf
jóns var gerð eftir tíð Páls biskups eða af því að prestvistin féll ekki undir
hina upphaflegu skilgreiningu. en Ingunnarstaði gæti líka vantað af því að
kirkjan hafi verið felld út á einhverju stigi málsins, eftir að löngu var orðið
ljóst að þar var ekki prestsetur.
kirkju í eynni há er getið í B-gerð en engir máldagar hennar eru hins
vegar varðveittir, og raunar engar heimildir aðrar en forn máldagi hálfkirkju
í keldudalsholti (DI 1, 251). til hennar átti að „sækia prest j eyene ho um
vetr með hest. ef eigi ma þurt ganga a mille“, og sést af því að þingaprestur
hefur verið við kirkju í eynni há eða Pétursey. Þessi skipan hefur þó
snemma úrelst því að í máldaga sólheimakirkju, sem í fornbréfasafni er
ársettur til 1179 eins og keldudalsholtsmáldaginn þótt hann hljóti að vera
yngri en sá síðarnefndi, er sagt að þaðan skuli sungið til keldudalsholts,
auk bænhúsa á felli, sólheimum eystri og Hvoli (DI 1, 252). Hvoll er
austan við Pétursey og liggur mun nær henni en sólheimum, og er varla
að efa að á meðan þingaprestur var í Pétursey hafi hann þjónað Hvoli
einnig. í yngri máldaga sólheimakirkju, sem í fornbréfasafni er ársettur
til 1340, er getið, auk bænhúsanna, alkirkju og hálfkirkju sem syngja skuli
til og má ætla að það séu Pétursey og keldudalsholt (DI 2, 743). Hnignun
kirkjunnar í Pétursey sést berlega af þessu. Þar hefur á tólftu öld verið
aðsetur þingaprests sem þjónaði vestustu bæjum í Mýral, sennilega þeim
sömu og seinna áttu sókn til sólheima ytri. Pétursey stendur miðsvæðis
en hins vegar hefur kirkjan að líkindum haft litla sem enga heimanfylgju;
þegar sólheimakirkju var gefið hálft land á sólheimum (ein dýrust jarða á
íslandi, metin á 100 hundruð 1695 (Björn Lárusson 1967, 340) hefur þar
verið komið á tveggja presta skyld og útkirkjur eyjarklerks færðar þar
undir. Prestur hefur þó verið áfram um hríð í Pétursey því kirkjunni þar
var ekki þjónað frá sólheimum ef marka má elsta máldaga sólheimakirkju,
en á fjórtándu öld hefur alkirkjan í Pétursey verið orðin prestlaus og var
henni þá þjónað frá sólheimum.